Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 14
a. Engum ber skylda til þess að gefa skýrslu hjá lögreglunni í sakamáli. b. Sakborningi/grunuðum er kynnt rækilega að honum sé óskylt að tjá sig um sakarefnið. c. Sakborningur/grunaður má njóta aðstoðar réttargæslumanns/verjanda á öllum stigum máls. Með hliðsjón af þessum reglum, er vernda þann sem yfirheyra á eða yfirheyrður er skýrar og afdráttarlausar en áður fyrr, má ráða að forsendur vottaákvæðisins hafa breyst og er nærtækt að álykta að það sé nú fyrst og fremst ábending til þeirra sem stýra lögreglurannsókn hvernig æskilegt sé að tryggja sönnur á efni framburðar en hlutverki þess sem vörn fyrir þann sem yfirheyrður er lokið. Þess eru dæmi að vottaákvæðið hafi verið talið meðal réttinda sakbornings en þá hefur um leið verið bent á að þau réttindi fari fyrir lítið þegar lögreglumaður eða rannsóknarlögreglumaður gegni vottastarfinu.14 Verði hins vegar talið að vottaákvæðið sé enn ætlað þeim til verndar sem yfirheyrður er hlýtur að koma til álita hver megi eða skuli gegna vottastarfi. Kemur til greina að tveir rannsóknarlögreglumenn séu við yfirheyrslu og annar þeirra teljist vottur?15 Ber að kalla til fólk af götunni til þess að votta yfirheyrslur? Skal ráða sérstaka starfsmenn til vottastarfa? b. Æskilegar breytingar á vottaákvæðinu Er frumvarp að nýjum refsiréttarfarslögum var undirbúið lagði ég eindregið til að ákvæðið um að vottar skuli vera við yfirheyrslu lögreglunnar yrði fellt niður. Tillagan naut ekki fylgis enda réttarfarsnefnd andvíg henni. Taldi nefndin hana ekki heppilega og ekki til þess fallna að auka traust á vinnubrögðum lögreglunnar. Þá sagði í umsögn réttarfarsnefndar sem lögð var fyrir þingnefnd að spyrja mætti þess hvernig hún samrýmdist ákvæðum mannréttindasáttmála. Ekki er mér kunnugt um hvort réttarfarsnefnd hefur svarað þeirri spurningu en ég tel spurninguna hafa verið tilefnislausa. Enn tel ég að við eigum að fella brott ákvæðið um votta við yfirheyrslur lögreglunnar og skipa okkur í flokk með nágrönnum okkar í Danmörku og Noregi að þessu leyti. Jafnframt ber að leggja aukna áherslu á að efla faglega 14 sbr. Ragnar Aðalsteinsson: „Réttarstaða sökunauts og réttindi og skyldur verjenda" Úlfljótur 2. tbl. 1978 bls. 107. 15 Sjá Jonas W. Myhre hoyestsrettsadvokat: „0konomiske straffesaker pá etterforskningsstadiet" Lov og rett árg. 1982 bls. 408 „I tillegg til tidspunktet for avhprene er det ogsá et annet element som ut fra et rettssikkerhetssynspunkt er betenkelig. Jeg sikter her til det forhold at det normalt er minst to etterforskere som foretar avhpret samtidig. En avhprssituasjon blir da lett en kryssild av spprsmál stillet dels fra den ene, dels fra den annen av etterforskerne ...“ 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.