Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Side 14
a. Engum ber skylda til þess að gefa skýrslu hjá lögreglunni í sakamáli. b. Sakborningi/grunuðum er kynnt rækilega að honum sé óskylt að tjá sig um sakarefnið. c. Sakborningur/grunaður má njóta aðstoðar réttargæslumanns/verjanda á öllum stigum máls. Með hliðsjón af þessum reglum, er vernda þann sem yfirheyra á eða yfirheyrður er skýrar og afdráttarlausar en áður fyrr, má ráða að forsendur vottaákvæðisins hafa breyst og er nærtækt að álykta að það sé nú fyrst og fremst ábending til þeirra sem stýra lögreglurannsókn hvernig æskilegt sé að tryggja sönnur á efni framburðar en hlutverki þess sem vörn fyrir þann sem yfirheyrður er lokið. Þess eru dæmi að vottaákvæðið hafi verið talið meðal réttinda sakbornings en þá hefur um leið verið bent á að þau réttindi fari fyrir lítið þegar lögreglumaður eða rannsóknarlögreglumaður gegni vottastarfinu.14 Verði hins vegar talið að vottaákvæðið sé enn ætlað þeim til verndar sem yfirheyrður er hlýtur að koma til álita hver megi eða skuli gegna vottastarfi. Kemur til greina að tveir rannsóknarlögreglumenn séu við yfirheyrslu og annar þeirra teljist vottur?15 Ber að kalla til fólk af götunni til þess að votta yfirheyrslur? Skal ráða sérstaka starfsmenn til vottastarfa? b. Æskilegar breytingar á vottaákvæðinu Er frumvarp að nýjum refsiréttarfarslögum var undirbúið lagði ég eindregið til að ákvæðið um að vottar skuli vera við yfirheyrslu lögreglunnar yrði fellt niður. Tillagan naut ekki fylgis enda réttarfarsnefnd andvíg henni. Taldi nefndin hana ekki heppilega og ekki til þess fallna að auka traust á vinnubrögðum lögreglunnar. Þá sagði í umsögn réttarfarsnefndar sem lögð var fyrir þingnefnd að spyrja mætti þess hvernig hún samrýmdist ákvæðum mannréttindasáttmála. Ekki er mér kunnugt um hvort réttarfarsnefnd hefur svarað þeirri spurningu en ég tel spurninguna hafa verið tilefnislausa. Enn tel ég að við eigum að fella brott ákvæðið um votta við yfirheyrslur lögreglunnar og skipa okkur í flokk með nágrönnum okkar í Danmörku og Noregi að þessu leyti. Jafnframt ber að leggja aukna áherslu á að efla faglega 14 sbr. Ragnar Aðalsteinsson: „Réttarstaða sökunauts og réttindi og skyldur verjenda" Úlfljótur 2. tbl. 1978 bls. 107. 15 Sjá Jonas W. Myhre hoyestsrettsadvokat: „0konomiske straffesaker pá etterforskningsstadiet" Lov og rett árg. 1982 bls. 408 „I tillegg til tidspunktet for avhprene er det ogsá et annet element som ut fra et rettssikkerhetssynspunkt er betenkelig. Jeg sikter her til det forhold at det normalt er minst to etterforskere som foretar avhpret samtidig. En avhprssituasjon blir da lett en kryssild av spprsmál stillet dels fra den ene, dels fra den annen av etterforskerne ...“ 8

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.