Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1995, Page 5

Ægir - 01.08.1995, Page 5
:ur Björnsson í Hull: iganna „Ég fór til Bretlands í maí 1981 og hóf störf hjá J. Mar sem var umboðsað- ili fyrir íslensk skip á þeim tíma. Þá var reiknað með að skipakomur til Fleetwood myndu aukast verulega og mitt starf beindist að því að byggja upp aðstöðu þar. Það kom fljótt í ljós að þessar spár rættust ekki. íslensk skip sigldu ekki til Fleetwood og við fluttum að lokum til Hull frekar en að flytja heim þar sem sú borg var áfram besti markaðurinn fyrir íslenskan ísfisk. Sama haustið, 1982, og við fluttum til Hull komu fyrstu gámarnir með ís- lenskum fiski á Bretlandsmarkað og mörkuðu upphaf blómlegs tímabils og endurvöktu þann markað sem manni fannst vera að deyja út. Næstu þrjú árin stefndi kúrfan lóðrétt upp í loftið og þetta var ákaflega skemmtilegur tími." Hættum viö heimferð „Ég starfaði fyrir J. Mar Ltd. til janúar 1986 en þá ákvað ég að hætta eftir að breytingar sem ég vildi fá í gegn á rekstrinum uröu ekki. Þetta er tæplega 100 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem reyndist þungt í vöfum. Við vorum í raun á heimleið en ég fékk mikla hvatn- ingu og eindregnar óskir til þess að vera um kyrrt og setja upp eigin rekstur. ís- berg Ltd. hóf starfsemi sína 1. febrúar 1986 og byrjaði smátt eins og vera ber. Við vorum í leiguhúsnæði við dokkina með fimm starfsmenn. Við urðum á fyrsta starfsári stærsta fyrirtækið í sölu á íslenskum ísfiski á Bretlandi en þá voru fimm fyrirtæki að bítast um þennan markað. Hvað er „landráðastarfsemi"? Síðan óx okkur ásmegin og fluttum í eigið húsnæði strax um sumarið og fjölguðum starfsfólki um helming. 1987 komu upp miklar umræður hér heima um þá „landráðastarfsemi" að senda óunninn fisk úr landi og stjórnvöld ræddu í alvöru að setja lög til þess að hindra þetta. Þetta varö til þess að við fórum að færa út kvíarnar enda sýndist þetta brothætt staða með nýtt fyrirtæki í höndunum. Þennan vetur var ungur námsmaður, Gústaf Baldvinsson, í háskólanum í Hull að taka masterspróf í stjórnunar- kerfum. Við kynntumst ágætlega og hann vann sitt lokaverkefni um hvort fýsilegt væri fyrir ísberg að fara út i sölu á frystum fiski. Niðurstaða hans varð já- kvæð og við létum til skarar skríða og Gústaf kom að vinna hjá ísberg og við tókum að okkur að selja afurðir Mar- grétar EA á Bretlandsmarkaði. Það var á brattann að sækja í fyrstu en Gústaf leysti verkið vel og nú seljum við á Bret- landsmarkaði afurðir allra sjö Samherja- skipanna, Guðbjargar ÍS, Snæfugls SU og Andeyjar SF. Þetta er nálægt því aö vera helmingur af umsvifum okkar nú." Samdrætti mætt með niðurskurði Hefur ekki dregið talsvert úr útflutn- ingi á ferskum fiski til Bretlands? „Jú, það hefur gerst. Okkar besta ár var 1990 þegar íslendingar fluttu 66 þúsund tonn af ferskum fiski til Bret- lands. Af því vorum við með 60%. í fyrra voru flutt til Bretlands rúm 20 þús- und tonn og af því vorum við með 70-80%. Það er sýnt að samdráttur verður enn á þessu ári. Þetta er komið niður fyrir þau mörk sem áður var mið- að við sem lágmark eða 20 þúsund tonn. Við höfum reynt aö mæta þess- um samdrætti með niðurskurði og hag- ræðingu. Auk þess höfum viö bætt við okkur sölu á afurðum rækjuverksmiðj- unnar Geflu hf. á Kópaskeri." Er töluverð samkeppni á þessum markaði? „Hún er enn fyrir hendi en ekki eins óvægin og oft áöur. Af þeim fimm fyr- irtækjum sem börðust um þennan markað þegar við byrjuðum er ísberg eina fyrirtækið sem eftir er. Hin hafa ýmist hætt starfsemi eða farið á haus- inn. Það var aldrei keppikefli í sjálfu sér hjá okkur að vera einráðir á þessum markaði þó við vildum verða stærstir og bestir. Við eigum í samkeppni við tvö önnur fyrirtæki sem fást við sölu á ís- fiski." „Aukategundir" komnar á toppinn Eru skipin alveg hcett að sigla á Bret- land? „Skipin eru nær alveg hætt að koma. Fiskurinn kemur í gámum. Samsetning- in hefur einnig breyst og byggist nær eingöngu á því sem áöur voru kallaðar „aukategundir". Ýsa er stærst en grá- lúða, steinbítur, skarkoli og karfi eru einnig mikilvægir. Þorskur sem áður var aðaluppistaðan í aflanum sést varla lengur. í kringum 1990 hækkaði verð á ís- fiski mjög mikið en hefur verið fremur lágt síðan og gengi pundisins ekki verið hagstætt og farið versnandi, t.d. gagn- ægir 5

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.