Ægir - 01.08.1995, Side 10
Sambland af vísindum og snilligáfu
Framtak hf. eykur umsvifin
„Megintilgangurinn mef) kaupunum var að bjóða aukna
þjónustu og víkka út starfsgrundvöll okkar og þannig
treysta rekstur fyrirtækisins," sagði Magnús Aadnegard
framkvæmdastjóri og einn þriggja eigenda Framtaks hf. í
Hafnarfirði í samtali við Ægi. Hinir tveir eru Þór Þórsson
og Óskar Björnsson. Kaupin sem vísað er til eru kaup
Framtaks hf. á Boga hf., stillingaverkstæði sem margir
kannast við og árum saman var til húsa í Súöarvogi en er
nú komið undir sama þak og Framtak hf. vib Dranga-
hraun lb í Hafnarfirbi. Bogi hefur einkum fengist við
stillingar á olíuverkum og eldsneytiskerfum en slíkt er
sérhæfb þjónusta og ekki margir sem fást vib það.
Magnús Aadnegard, framkvæmdastjóri Framtaks (til
hægri), og Sigurður Finnbogason verkstjóri við vél sem
verið var að stilla þegar Ægi bar að garði.
„Það eru sárafáir á landinu sem eru virkilega snjallir í
þessu," segir Magnús. Starfsmenn Boga starfa áfram hjá Fram-
taki við stillingar og miðla nýjum mönnum af sérfræðiþekk-
ingu sinni en kunnugir segja að stilling olíuverka sé sam-
bland af vísindum og snilligáfu.
Framtak hf. var stofnað 1988 og hefur þegar unnið sér fast-
an og traustan sess á sínum markaði. Fyrirtækið vinnur við
vélaviögerðir, viðhald, stillingar og alhliða smíðavinnu.
„Okkar helstu viðskiptavinir eru fiskiskip, fragtskip og
smærri bátar en við gerum vib allt sem er bilað og stillum
allar vélar hvort sem þær eru á sjó eða landi," segir Magnús.
Meðal viðskiptavina Framtaks em einnig þeir sem reka stórar
vélar í landi, vörubílstjórar og bændur.
Allur kaupskipaflotinn hjá Framtaki
Framtak hf. sér um viðgerðir í skipum Eimskips, Samskips,
Nesskips og Jökla svo segja má að allur kaupskipafloti íslend-
inga sé í þeirra höndum. Hjá Framtaki hf. starfa um 30
manns, flestir vélvirkjar eða vélstjórar og margir þeirra hafa
lært sitt fag hjá Magnúsi, sem er vélvirkjameistari.
„Eftir 20 ár í þessu fagi em nemarnir orönir fleiri en ég hef
tölu á," segir Magnús. „Það gengur ekkert í þessu nema hafa
góðan mannskap og það höfum við svo sannarlega."
Vinnusvæði Framtaksmanna er allt landið því oft þarf að
fara út á land og gera viö skip á staönum og vinna langan
vinnudag. Með aukinni tækni styttist stöðugt viðverutími
kaupskipa sem sigla fasta áætlun sem hvergi má hvika frá svo
oft er stuttur tími til stefnu til að gera þab sem gera þarf.
„Eitt mikilvægasta atriðiö í þessum bransa er að standa vib
áætlanir og ljúka verkinu á tilsettum tíma. Við erum orðnir
nokkuð vanir að áætla slíkt."
Stærsta vél sem Framtaksmenn hafa farib höndum um var
þegar leiguskipið Eurofeeder varð vélarvana í hafi og var dreg-
ið til íslands í vor með ónýtan sveifarás. Vélin var 10 þúsund
hestöfl, vóg um 100 tonn og þar af var sveifarásinn einn um
16 tonn. Hann var tekinn úr og nýr settur í.
„Þetta var gífurlegt verk en við skiluðum því á réttum tíma
og vorum harla ánægðir."
Hreinlætið ofar öllu
Annar stór og vaxandi þáttur í starfsemi Framtaks hf. er
innflutningur á fjölbreyttri línu hreinsiefna frá Vecom í Hol-
landi. Efnin eru flutt inn í stórum tunnum en sett á smærri
brúsa hjá Framtaki og íslenskir miðar settir á. Helstu hreinsi-
efnin eru notuð um borð í skipum til að hreinsa loftsíur,
tanka og lagnir. Einnig er boðið upp á ryðhreinsi og lyktar-
eyði í tanka til ab losna við lykt af fyrri farmi. Efni sem
hreinsa mengun úr sjó og vatnstönkum eru í boði og efni
sem hreinsa botngróður úr inntökum. Freyðigljái er mebal
mjög vinsælla efna frá Vecom en það er fljótandi hreinsilögur
sem leysir upp fitu og óhreinindi en inniheldur engin fosföt
og er því umhverfisvænn. Allt em þetta lífræn og umhverfis-
væn efni þar sem því verður við komið.
„Við seljum skipunum efnin á sama verði og þau fá þau á
erlendis. Annars myndu þau ekki skipta við okkur," segir
Magnús.
Sjúkrahús kaupa hreinsilög frá Vecom af Framtaki og nú
fjölgar stöðugt sumarbústaðaeigendum meðal viðskiptavina á
þessu sviði síðan Örhreinsir kom á markaðinn. Örhreinsir er
blanda af lifandi loftháðum og ioftfælnum örverum sem
mynda ensím sem brjóta niður úrgangsefni í rotþróm og
skólpleiðslum. Efnið er mjög vinsælt í rotþrær við sumar-
bústaði, en ekki síður í niðurföll, skólpleiðslur og fituskiljur.
Efnið er lífrænt og fullkomlega skaðlaust umhverfinu.
„Þetta er efni sem varla þarf að auglýsa því það kynnir sig
sjálft. Menn verba svo hrifnir af þessu að þeir segja að nú
loksins sé gaman að fara á klósettiö því það ilmar allt svo
vel," sagði Magnús að lokum. □
10 ÆGIR