Ægir - 01.08.1995, Page 13
JÚLÍ
afkomu stofnsins misgóöa eftir
svæðum og nýliðun mismikla eft-
ir landshlutum og grásleppan sé
ekki ofveidd.
VH Fyrirtækið Hneif hf. í Ólafs-
■H vík hefur keypt Sólborgu SU
af samnefndu fyrirtæki á Fá-
skrúðsfirði. Hneif hf. er í eigu
Fiskverkunar Kristjáns Guð-
mundssonar í Ólafsvík sem hefur
gert út Tjaldana til línuveiða.
■■PV Baldvin Þorsteinsson EA
■■I fékk einn íslenskra togara
leyfi til þess að veiða karfa í græn-
lenskri landhelgi og fékk mjög
góðan afla meðan aðrir togarar
sem voru á karfaveiðum á Reykja-
neshrygg kvörtuðu undan dræm-
um afla. Leyfi Baldvins til veið-
anna er hluti af samstarfssamn-
ingi Samherja á Akureyri og Royal
Greenland.
HV Úthlutun á grálúðukvóta til
■■íi íslenskra skipa fer verulega
fram úr því sem Hafrannsókna-
stofnun lagði til. Grálúðuafli hef-
ur verið mjög tregur og fjöldi
skipstjóra hefur lýst þeirri skoðun
sinni að grálúðan sé stórlega of-
veidd og í útrýmingarhættu.
PPJ Samið hefur verið við Flens-
ksd borg í Hafnarfirði um að
skólinn sjái um það nám sem
áður fór fram í Fiskvinnsluskólan-
um. Hér er um tilraunaverkefni
að ræða sem á að standa í tvö ár.
PH Hrönn hf. sem gerir út
ÍfiU Guðbjörgu ÍS frá ísafirði
hættir við að senda skipið til
veiða í Smugunni. Förinni er af-
lýst vegna eindreginna tilmæla
frá norskum aðilum sem lánuðu
fé til smíði Guðbjargar.
PVB Nótaskipið Beitir frá Nes-
kSB kaupstað leggur af stað
heimleiðis frá Póllandi eftir gagn-
gerar breytingar. Skipt var um nær
allt ofandekks á skipinu og settir í
það sjókælitankar. Beitir var upp-
haflega smíðaður í Þýskalandi
1958 og hét Þormóöur Goði.
SJÁVARSÍÐAN
MAÐUR MÁNAÐARINS
Maður mánaðarins er Jón. Þ. Þór sagnfræðingur, en hann var nýlega ráðinn til
að veita forstöðu rannsóknamiðstöð í sjávarútvegssögu sem sett hefur verið á lagg-
irnar við Hafrannsóknastofnun. Sjávarútvegsráðherra ákvaö að með þessu skyldi
styðja við útgáfu fiskveiðisögu Norður-Atlantshafsins, en ritun hennar er nú í und-
irbúningi og stofnun rannsóknamiðstöðvarinnar er hlutur íslands í verkinu og á
hún sér enga hliðstæðu meðal annarra þátttöku- z
þjóða. Hópur sagnfræðinga víða að úr Evrópu kom 1
saman á málþingi í Vestmannaeyjum í júlí um ritun 1
fiskveiðisögunnar. Þar var lagt á ráðin um þetta |
mikla verk en Jón Þ. Þór verður einn þriggja ritstjóra
og aðalhöfunda. Á þinginu var reynt að kortleggja
þekkingu ýmissa sérfræðinga á þessu sviði og stofnuð
samtök um verkið sem Jón Þ. Þór veitir forstöðu.
Jón sagði í samtali við Ægi að hér væri um geysi-
lega viðamikið verkefni að ræða og frumhugmyndir
gerðu ráð fyrir aö það kæmi út í þremur hlutum.
Fyrsti hlutinn yrði um einstök hafsvæði, strandmenningu og hafréttarmál, annar
hlutinn fiskveiðisaga hvers lands fyrir sig og þriðji hlutinn ritröb eba safn greina
um efnið sem er ákaflega víbtækt. Efninu hafa ekki verið gerb heilleg skil áður ogjón
sagði mikiö skorta á að fiskveiðisaga skipaði þann sess sem henni bæri í söguritun
þjóðanna við Atlantshafið og væru íslendingar ekki þar undanskildir. Gert er ráð
fyrir ab fyrsti áfangi verksins taki 4-5 ár en erfitt er að sjá fyrir enda þess í upphafi.
Jón Þ. Þór er fæddur 14. ágúst 1944, sonur Sverris Þór skipstjóra og Ingibjargar
Jónsdóttur. Hann varð stúdent frá MA og nam sagnfræði við Háskóla íslands og
mun verja doktorsritgerð við Gautaborgarháskóla síðar á þessu ári. Jón hefur ritað
Sögu ísafjarðar og Eyrarhrepps, Sögu Grindavíkur og tvær bækur um fiskveiðisögu og
landhelgismál. Auk þess hefur hann fengist við kennslu og haft afskipti af skák. Jón
er kvæntur Elínu Guðmundsdóttur matvælafræðingi og þau eiga þrjú börn.
ORÐ í HITA LEIKSINS
„Ef stjórna á þessu landi með slíkum ólögum að fórna þurfi heilu sjávarþorpunum
á altari kvótaguðsins þá mun nauðsyn brjóta þau ólög." Hörður Kristjánsson
ge/ur tóninn í leiðara í Vestfirska fréttablaðinu.
„Eg veit að Jakob Jakobsson er ekki óheiðarlegur mabur og hann er ekki viljandi að
níðast á sjómönnum." Óskar Þórarinsson útgerðarmaður lýsir mannkostum Jak-
obs í Fréttum í Vestmannaeyjum.
„Þessi fiskveiðistefna er orðin að trúarbrögðum. Það er búið ab ljúga svo að þjóð-
inni um þessi mál að með ólíkindum er." Óskar Þórarinsson afneitar kvótakerf-
inu í viðtali við Fréttir.
„Ætli maður reyni ekki að bæta sig í golfinu í sumar. Ég væri ánægður ef mér tæk-
ist aö lækka forgjöfina jafn mikið og kvótinn hefur verið skertur að undanförnu."
Óskar Þórhallsson skipstjóri á Arney KE lýsir verkefnum sumarsins í viðtali við
Fi^kifréttir en Óskar fékk ekki síldarkvóta eins og hann hafði reiknað með.
„I mínu ungdæmi var svona nafnlaus illgjarn söguburbur kallabur kjaftasögur.
Kjaftasögum var stundum komið á kreik til að klekkja á einhverjum." BjöRN
DagbjartssóN skammar Morgunblaðið í Fiskifréttum fyrir umfjöllun um um-
gengni sjómanna um miðin.
ÆGIR 13