Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 24

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 24
Gunnar Sigurjónsson sveitarstjóri Skeggjastaðahrepps: Reiðarslag fyrir stað eins og Bakkafjörð „Ég get ekki séð annað en að þetta sé reiðarslag fyrir stað eins og Bakkafjörð," sagði sr. Gunnar Sigurjónsson sóknar- prestur á Skeggjastöðum og sveitarstjóri Bakkfirðinga í samtali við Ægi. Sr. Gunnar stóð reyndar í búferlaflutning- um þegar viðtalið fór fram en hann flyt- ur til Kópavogs þar sem hann tekur við Digranesprestakalli eftir sjö ára vist fyrir austan. „Öll sjávarpláss á landinu sem hafa undanfarin ár treyst á afla krókabáta munu trúlega þurrkast út. Hér höfum við árum saman heyrt stjórnmálamenn tala um sérstakar aðgerðir fyrir staði eins og Bakkafjörð, Grímsey og Borgar- fjörð eystri þar sem menn lifa nær ein- göngu af afla og útgerð smábáta en hvorki ég né aðrir höfum enn séð efnd- irnar. Við hérna á Bakkafirði erum varla búin að átta okkur á þeim afleiðingum sem þessi samdráttur getur haft á okkar byggbarlag en það er ljóst að full ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af framvindunni. Þó er varla hægt að segja ab þetta hafi komið mönnum á óvart því þetta mátti vissulega sjá fyrir. Ég er ekki viss um ab ráðamenn hafi gert sér fulla grein fyrir því hvaða afleib- ingar þessi lagasetning mun hafa fyrir sjávarþorp eins og okkar. Mér sýnist markmiö laganna vera það helst að leggja útgerð smábáta niður." Á Bakkafirði búa 126 manns og á síð- asta ári var landað aflaverðmæti króka- báta rúmar 88 milljónir. Afli hefur auk- ist á Bakkafirði undanfarin ár og þakk- ar Gunnar Sigurjónsson það meðal ann- ars verulega bættri hafnaraðstöðu sem laðar aðkomubáta til Bakkafjarðar á sumrin. „Þetta er trúlega ein besta smábáta- höfn á landinu og héðan er stutt á gjöf- ul fiskimiö. Það er óneitanlega sérstæð fjárfesting að byggja góba og dýra höfn fyrir smábáta sem síðan nýtist ekki vegna niðurskurðar i afla þeirra." Bakkafjörður Aflaverðmæti 1991: 52.181 Þar af krókabátar: 17.911 Aflaverðmæti 1994: 119.668 Þar af krókabátar: 88.775 (í þúsundum króna) Gunnar Sigurjóns- son sveitarstjóri Skeggjastaöa- hrepps: „Öll sjávarþorp á landinu sem hafa undanfarin ár treyst á afla krókabáta munu trúlega þurrkast út.“ Guðmundur B. Magnússon oddviti á Drangsnesi: Áfall fyrir okkur „Við erum mjög uggandi yfir þessari framvindu. Við höfum lengi ekki viljað trúa því að þetta myndi gerast en nú er það raunveruleiki," sagði Guðmundur B. Magnússon oddviti og kaupfélags- stjóri á Drangsnesi vib Steingrímsfjörð í samtali við Ægi. „Það er skelfilegt að heyra menn tala eins og það séu helst smábátar sem eru að ganga frá þorsk- stofninum. Þetta er svo mikil vitleysa ab það tekur engu tali." Drangsnes er sjávarþorp þar sem búa 110 manns. Þar er unnið frekar lítið af bolfiski en sá afli sem kemur á land er nær eingöngu af krókabátum. Rækja og grásleppa eru þær fisktegundir sem skapa mest verðmæti á staðnum. „Hér eru nokkrar fjölskyldur sem reiba sig á veiði krókabáta og þessar veiðar eru nauðsynlegur stuðningur þeirra sem stunda grásleppuveiðar sem t.d. brugðust verulega í vor. Ef ekki hefðu verið krókabátar hefði illa farib." Afli krókabáta eftir landshlutum frá því að farið var að gefa út krókaleyfi Landshluti 1991 1992 1993 1994 Suðurland 1.183 790 702 1.082 Reykjanes 8.887 12.465 8.649 14.272 Vesturland 2.426 2.328 2.784 2.613 Vestfirðir 3.283 6.290 6.826 9.971 Norðurland vestra 1.144 1.660 1.663 2.029 Norðurland eystra 4.176 3.925 4.417 6.566 Austfirðir 2.333 2.856 2.501 4.409 Erlendis 573 164 249 144 Samtals 24.005 30.478 27.791 41.086 Fjöldi báta alls 912 980 962 990 24 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.