Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1995, Page 27

Ægir - 01.08.1995, Page 27
ur ekki hafa séð aðra eins þorskgengd á miðunum. „Vorið hefur verið alveg einstaklega gott. Það hefur ekki komib einn brælu- dagur frá páskum og ég hef aldrei séð aðra eins þorskgengd á miðunum. Ég hætti á línunni lokadaginn 11. maí að þessu sinni." Þorvaldur selur allan sinn afla á markað í Þorlákshöfn. Hann hefur stundum farib á sumrin vestur í Breiða- fjörb á handfæri en gerði það ekki síb- astliðið ár því nægur fiskur gekk á heimamiö. Afli Sæunnar var 215 tonn 1994 og Þorvaldur segist ekki reikna með að sigla vestur í ár heldur. „Mér sýnist það sé nægur þorskur hér á heimaslóðum. Ég vona að ég þurfi ekki að fara vestur." Alfarið á ábyrgð stjórnvalda Þorvaldur hefur veriö skeleggur tals- maður eigenda smærri báta og tekiö virkan þátt í umræðunni um fiskveiði- stjórnina. Það lá því beinast við að spyrja hann hvernig honum litist á ný lög um stjórn fiskveiða þar sem sett er aflahámark á krókaflotann, mönnum gert að velja aflaþak eða banndaga og reynt eftir megni að koma böndum á þann vöxt sem orðið hefur í greininni undanfarin ár? „Ég vil kannski ekki segja að það sé búið að loka fyrir þetta kerfi endanlega en ef það verður þrengt svo mikið að það verði ekki hægt aö reka þessa báta sem atvinnutæki er illt í efni. Ég er meðmæltur því að hefta aðgang manna að kerfinu með úreldingarregl- um. Þaö átti löngu að vera búið að því. Það hefur verið bent á þab árum saman að það yrði að stemma stigu við þessu. Þetta er alfarið á ábyrgð stjórnvalda. Það segir sig sjálft að það er ekki endalaust hægt að byggja báta." Þegar listinn yfir smábáta á sóknar- marki er skoðaður sést glöggt aö þeir rúmlega 1100 bátar sem teljast til flokks- ins skiptast í frístundafiskara og at- vinnumenn. Mjög stór hluti þeirra veið- ir sáralítið en lítill hópur stundar veiðar á krókabátum sem aðalatvinnu allt árið. „Það hefur færst í vöxt að bátum sé lagt og nýir og öflugir komi í staðinn. Þannig hefur bátunum ekki fjölgað en atvinnumönnunum í hópi krókakarla hefur fjölgað og þar með hefur aflinn aukist," segir Þorvaldur. Sanngjarnt gagnvart þeim sem hafa atvinnu af krókaveiðum Nýju lögin kveða á um ab þorskafli krókabáta skuli ekki fara yfir 21.500 tonn. Hvaöa afleiöingar mun þetta hafa? „Augljósar afleiðingar eru þær að það verður ekki hægt að reka stóran hluta af þessum bátum sem atvinnutæki. Þetta er of naumt skammtað. Ég fagna samt þessu vali sem gefst. Nú geta menn sem hafa lifað á þessu og haft þetta fyrir atvinnu, valið sér aflaþak sem er kvóti í framkvæmd og þannig tryggt stöðu sína. Þetta finnst mér sann- gjarnt gagnvart þeim sem hafa haft fulla vinnu af þessu." „Best heföi verið að hafa valið skýrt, róðrardaga eða kvóta og ekkert þar á milli. Það er eina skyn- samlega lausnin og end- anleg. Þessi lausn er bara plástur á sárið en enn er bullandi gröftur undir.“ Vib útreikninginn er tekin aflareynsla tveggja ára síðan 1991. Af fyrstu 50 tonnum getur bátur fengið 75% en 50% af því sem er fram yfir það. Gróflega reiknað skilar þetta því að bátur með 100 tonna aflareynslu fær 60 tonn. Hvernig kemur þetta út fyrir þig? „Ég þarf ekki að ákveða mig fyrr en 1. september en ég reikna með að velja aflaþak. Ég reikna með að fá um 70 tonna þorskkvóta því minn afli gegn- um árin hefur verið það blandaöur. Ég hef veitt mikið af ýsu, keilu og löngu og mun leggja aukna áherslu á það. Ég fæ ca. 70 tonn af þorski og hinar teg- undirnar má ég veiða frjálst innan banndaganna. Þetta kemur illa við mann því þetta skerðir minn þorskafla um rúmlega helming. Þetta verður fyrst og fremst erfitt vegna þess að það er alls staðar þorskur og því verður erfitt að veiða aðrar tegundir án þess að fá þorsk með. Þannig er verið að setja mann í sömu stöðu og aðra kvótabáta sem hafa leiðst út í að henda fiski. Minn mælikvarði er sá að ef ég leiðist einhvern tíma út í það að henda fiski þá er kominn tími til fyrir mig að fara í land." 1. september fara þeir sem velja afla- þak yfir í það kerfi. Hinir sem velja róðrardaga verða á banndögum í haust en 1. febrúar 1996 tekur róðrardagakerfi við. Þetta þýðir í framkvæmd að ársafli Sæunnar dregst trúlega saman um 30-40% í heildina. Hvaöa áhrif hefur það á lífsafkomu Þorvaldar? „Þetta bjargast. Maður reynir ab gera þetta öðruvísi, vinna meira sjálfur." Vantar bara kúlu á aðra löppina Rætt hefur verið um að róðrardagar fyrir þá sem sækja eftir því kerfi verði 86. Þorvaldur segist auðveldlega myndu ná meira en áætluðum kvóta Sæunnar á þeim tíma en hann telur samt rétt að velja hina leiðina. „Það sem menn hafa ekki þorað að horfast í augu við er að þetta er senni- lega ekki svo mikil skerðing í heildina því stór hluti þessa flota hefur alls ekki róið mikið meira en 86 daga á ári. Ég held að það sé ansi algengt að menn séu ab róa tæpa 100 daga á ári. Þetta þýðir að eftir ár standa menn frammi fyrir nákvæmlega sama vandan- um og verið er að taka á með þessum lögum. Þá verður aflinn of mikill." Samkvæmt lögunum á þá að fækka róbrardögunum þar til tilskildu aflahá- marki er náð og Þorvaldur segist kvíða því uppgjöri nokkuð. „Staðreyndin er sú að þetta er aumasta klúður. Þetta er engin iausn á málinu. Á næsta þingi eða þarnæsta verður þetta mál aftur komið í algjöra upplausn. Við sem veljum aflaþakið erum í raun bæði með kvóta og banndaga. Auk þess er takmarkabur fjöldi línubala sem má róa með svo það má segja við séum á kvótakerfi, banndagakerfi og línu- ÆGIR 27

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.