Ægir - 01.08.1995, Síða 30
Akureyrin EA110
Tæknideild Fiskifélags íslands.
24. inars sl. kom skuttogarinn
Akureyrin EA 110 (1369) úr um-
fangsmiklum breytingum frá Pól-
landi. Breytingarnar fóru fram hjá
skipasmíðastöðinni Nauta í Gdynia
í Póllandi, en breytingarnar voru
hannaðar hjá Teiknistofu Karls G.
Þórleifssonar, Akureyri, og Samherja
hf. Meginbreytingar voru lenging um
10.2 m, þilfarshœkkun, ný þilfars-
hús og skutbreyting; breytingar á
aflkerfi; nýr vindubúnaður og breyt-
ingar á togveiðibúnaði fyrir tveggja-
vörpu tog; breytingar á íbúðum;
breytingar á vinnslurými o.fl.
Skipið er í eigu Samherja hf. á
Akureyri og skipstjóri er Sturla Ein-
arsson og yfirvélstjóri er Sigurður
Rögnvaldsson. Framkvœmdastjóri
útgerðar er Þorsteinn Már Baldvins-
son.
Ferill skips
Skipið, sem upphaflega hét Guðsteinn GK 140, er smíðað í Gdynia í Póllandi
áriö 1974 hjá Stocznia im Komuny Paryskiej, smíöanúmer (gerð) B 425/11/3.
Skipið var smíðað í flokki Lloyds' Register of Shipping og var í hópi fimm systur-
skipa með samsvarandi búnað, sem öll bættust við flotann árið 1974. Hin fjögur
eru: Engey RE 1 (1360); Hrönn RE 10 (1365), nú Viðey RE 6; Ver AK 200 (1376),
nú Víðir EA 910; og Baldur EA 124 (1383), nú Skutull ÍS 180.
Guðsteinn GK var upphaflega í eigu Samherja h.f. í Grindavík, en árið 1983
verða eigandaskipti og skipið fær nafnið Akureyrin EA 10 og í eigu Samherja h.f.
á Akureyri, sem breytti skipinu í frystiskip með flakavinnslubúnaöi. Skipið var
fyrsta skipið, sem breytt var hérlendis úr ísfisktogara í flakafrystitogara.
30 ÆGIR