Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 31
HELSTU BREYTINGAR
Breytingar á stálvirki o.fl.
Lenging: Skipið var lengt um 10.2 m,
sautján bandabil 600 mm hvert. í
lengda hlutanum eru botngeymar fyrir
brennsiuolíu og ferskvatn. í lengda
hlutanum var efra þilfar (togþilfarið)
byggt 400 mm hærra en þaö sem fyrir
var og togþilfar fyrir aftan lengda hlut-
ann aftur að fiskmóttöku hækkað til-
svarandi um 400 mm, frágengið með
fláa að aftan. Ný þilfarshús, með til-
heyrandi einangrun, klæðningu og frá-
gangi, voru smíðuð í lengda hlutann á
togþilfar, s.b.- og b.b.-megin, þ.e. rými
fyrir togvindumótora, dælurými, verk-
stæði og umbúðageymsla.
Skutbreyting: Skutur var breikkaður,
800 mm hvoru megin, og smíðuð ný
skutrenna, 4000 mm breið í stað 3000
mm, með tilheyrandi lunningum. Þá
var smíðaður nýr toggáigi með tilheyr-
andi toggálgapalli og smíðuö sæti fyrir
flotvörpuhlera í síðum. Nýr skutrennu-
ioki var smíðaður og honum komið fyr-
ir, svo og tvær fiskilúgur sem veita að-
gang að breyttri fiskmóttöku.
Ný þilfarshús: íbúðarhæð á togþilfari
var stækkuð fram með nýju þilfarshúsi
sem nær yfir breidd skipsins. Þá var
smíðað þilfarshús, s.b.-megin aftan við
núverandi þilfarshús. Það rými tengt og
sameinað gamla sjúkraklefanum. Fram-
angreind rými eru nýtt til stækkunar á
íbúðarými.
Atmað: Nýr gálgi var smíðaöur og
komið fyrir á honum flotvörpuvindu.
Vélbúnaður
Framdrifts- og orkuframleiðslukerfi:
Snúningshraði aðalvélar var aukinn úr
485 sn/mín í 530 sn/mín, og skráð afl
aukið úr 3000 hö í 3900 hö (2868 KW).
Breytingar voru gerðar á úttökum nið-
urfærslugírs fyrir rafala, þeim breytt úr
1000 sn/mín í 1500 sn/mín. A breytt út-
tök á niðurfærslugír voru settir tveir
nýir riðstraumsrafalar frá A. van Kaick,
940 KVA.
Rafkerfu Nauðsynlegar breytingar
voru gerðar á rafmagnstöflu vegna
nýrra rafala. Ný greinitafla var sett
vegna nýrra þilfarshúsa. Nýjar togvind-
ur eru knúnar jafnstraumsmótorum,
sem fá afl frá riðstraumskerfi skipsins í
gegnum thyristora til afribunar.
Annar vélbúnaður: í skipið voru settar
tvær sjálfhreinsandi skilvindur frá Alfa
Laval af gerð MMPX 304 SPGll og ýmis
annar búnaður (hitarar o.fl.) vegna
svartolíukerfis, sem sett var í skipið.
Vökvaþrýstikerfi: í nýju dælurými,
b.b.-megin á togþilfari, var komið fyrir
vökvaþrýstikerfi fyrir nýjar hjálparvind-
ur. Um er að ræða tvær tvöfaldar dælur,
knúnar af 100 KW rafmótorum, og fjór-
ar einfaldar dælur, knúnar af 100 KW
rafmótorum. Þá voru settar aðrar minni
rafdrifnar vökvaþrýstidælur sem þjóna
ýmsum hjálparvindum, lúgubúnaði,
vinnsluþilfari o.fl.
Akureyrin
EA110
Óskum áhöfn á
Akureyrinni EA 110
til hamingju með
nýja hjálparvindukerfið
frá Elágglund
Vélaverkstæði Sigurðar hf.
I Skeiðarási 14,210 Garðabæ, kt. 701294-9989
VJt/ Sími: 565 8850, fax: 565 2860, vsk.nr.: 45296
ÆGIR 31