Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1995, Page 34

Ægir - 01.08.1995, Page 34
Efra þilfar: 4x1 manns (tveir með sérsnyrtingu), 1x4 manna, setustofa, salernisklefi, sturtuklefi, leikfimisalur með saunaklefa, sal- ernisklefa og tveimur sturtuklefum. Brúarþilfar: Sjúkraklefi. Vinnslurými, lestarbúnaður Móttaka afla: Fiskmóttaka, um 60 m3, aftast í vinnslurými og hleypt í hana um fiskilúgur framan við skutrennu. Vinnslutœki: Baader 161 slægingar- og hausunar- vél. Baader 424 A hausunarvél með innyfla- sugu. Baader 189 V flökunarvél. Baader 51 roðflettivél. 2 x Marel CP140 tölvuvogir. 1 x Marel CV5002 A tölvuvog. 1 x Marel M 2000 tölvuvog. Sivaron SS80 MD bindivél. Strapex 351 bindivél. Frystitœki: 2 x Kværner KEH2S, 17 stöðva. 2 x Kværner KBH 16F, 15 stöðva. 1 x lausfrystir. Lestarbúnaður: Ein lest búin fyrir frystingu. Vindubúnaður, losunarbúnaður Togvindur: 3 x Ibercisa MAI-E/370/3400-30/IS, knúnar af 254 KW, 900 sn/mín ABB rafmótor- um, tromlumál 508 mmo x 1600 mmo x 1730 mm, víramagn 3400 m af 30 mmo vír, togátak 16.5 tonn og 107 m/mín á miðja tromlu. Hjálparvindur: Hágglunds Lidan (háþrýstiknún- ar), 4 x 15.2 tonna grandaravindur ,2x8 tonna bobbingavindur, 2 x 18 tonna gilsa- vindur, 1 x 32 tonna flotvörpuvinda, 1 x kap- alvinda. Norwinch (lágþrýstiknúnar), 2 x út- dráttarvindur, 1 x 15 tonna flotvörpuvinda. Towimor (rafdrifin), 1 x pokalosunarvinda. Towimor rafdrifin akkerisvinda. Losunarkrani: SBG Hydraulic, 3 t við 10.5 m. Rafeindatæki, tæki í brú o.fl. Siglingatœki og stabarákvörðunartœki: Furuno FAR- 2830 S/RP-16 ratsjá. Furuno FR-2110 ARPA/RP- 22 ratsjá. Anschútz, Standard 4 gyróáttaviti. Neco 528 sjálfstýring. Sagem LHS vegmælir. Raynav 780 loran C. Furuno GP 70 (GPS). Furuno GP 500 (GPS). Furuno GP 500 MK II (GPS) með CSI-MBXl. Macsea stjórntölva (leiðariti). Fiskileitartæki: JRC, JFV 216 dýptarmælir. Simrad ET 100 dýptarmælir. Simrad ES 500 dýptar- mælir. 2 x Furuno CN22 höfuðlínumælar. Scanmar CGM04/SRU400 aflamælir með trollauga. Simrad FS903 höfuðlínusónar. Fjarskiptatœki: Skanti TRP 5000 miðbylgjustöð. 2 x Sailor RT2047 örbylgjustöðvar. Thrane & Thrane telex. Xerox telefax. □ Kvótabókin kemur Þeir áskrifendur sem greiða áskriftargjald Ægis fyrir seinni hluta ársins 1995 fá Kvótabókina senda ókeypis með 9. tbl. Ægis sem kemur út 20 sept. Skerpla gefur nú út Kvótabókina í þriðja sinn fyrir fiskveiðiárið 1995/96. Meginefni bókarinnar er sem fyrr aflamark íslenskra skipa fiskveiðiáriö 1995-96. Sýnd er staða aflamarks allra skipa sem hlutdeild fengu í heildaraflamarki 1. sept. 1995 auk skipa sem veiði- leyfi hafa en eru án aflamarks. Einnig fylgir skrá yfir báta sem leyfi fengu til fiskveiða undir krókakerfi ásamt upplýsingum um meðalafla þeirra tvö bestu árin á tímabilinu 1992-1994. Rétt er aö vekja athygli á nýjum kafla þar sem fjallað er um skiptingu botnfiskaflans á milli skipaflokka á fiskveiðiámnum 1991/92 til 1993/94. Töluvert hefur verið deilt um tilflutning leyfilegs afla einstakra tegunda milli skipsflokka án þess að óyggjandi upplýsingar hafi legið fyrir. Nú eru þessar upplýsingar tiltækar og fær umræðan við það nýjan grunn. Annað nýtt efni er kafli yfir orðskýringar á helstu hugtökum og reglum sem lúta að stjórn fiskveiða. Þetta er gert fyrir áhugamenn um sjávarútveg og gerir þeim betur kleift að fylgjast með og taka þátt í hinni sívakandi umræðu um stjórn fiskveiða. Helstu gmnnhugtök og reglur eru útskýrö á einfaldan hátt. Aflamarkskerfið er skýrt frá ýmsum hliðum í bókinni. Litið er á þróun aflamarks og afla helstu tegunda, þróun aflamarks eftir þéttbýlisstööum og landshlutum. Tíu stærstu útgerðarfyrirtækin eru skoðuð og birt yfirlit yfir hlutdeild þeirra í heildaraflamarki. Enn sem fyrr er þaö aðalsmerki Kvótabókarinnar hve hún er smá í sniöum og handhæg en þunglestuð af hnitmiðuðum upplýsingum. Hún passar vel í vasa og fljótlegt er að fletta upp í henni. Sá sem hefur Kvótabókina upp á vasann verður seint rekinn á stampinn. Ný leiðabók og dagbók Guðmundur Einarsson, vélstjóri á ísafirði, sem um árabil hefur gefið út Véladagbókina sem margir þekkja, hefur nú bætt um betur og gefið út í fyrsta sinn Leiðabók og dagbók í einni bók. „Þetta er nýjung sem leysir af hólmi tvær bækur, leiðabók og dagbók, sem skylda var að hafa um borb í mörgum skipum," sagði Guðmundur í samtali við Ægi. Hann sagði að bókin væri sett upp í samvinnu við Siglingamálastofnun ríkisins til þess að standast allar kröfur en allar tillögur um bætta uppsetningu og aukin not væru velkomnar. Véladagbókin hefur þegar unnið sér traustan sess í flotanum og ekki er að efa að þessi nýja bók gerir það líka. Bækur eins og Leiða og Dagbókin geta verib afar mikilvægt stjórntæki og öryggistæki viö stjórn skipa og fiskveiðar. Gildi þess að halda löglega og góba dagbók er ótvírætt. Bókin fæst á fjölda sölustaða vítt um land og hjá útgefanda á ísafirði. 34 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.