Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1995, Qupperneq 36

Ægir - 01.08.1995, Qupperneq 36
BREYTT FISKISKIP >1-5, •,:: ! fl.M ‘ír RV J k Tæknideild Fiskifélags íslands. Þann 1. ágúst sl. kom nóta- og skuttogveiðiskipið Beitir NK-123 (226) úr breytingum frá Póllandi. Breytingarnar fóru fram hjá skipa- smíðastöðinni Nauta í Gdynia, Pól- landi, en hönnun þeirra annaðist Teiknistofa Karls G. Þórleifssonar, Akureyri. Meginbreytingar eru að hluti lesta er útbúinn sem sjókœli- tankar, smíðuð ný brú og efri hœð þilfarslniss, smíðaður nýr bakki, í- búðarými aukið og endurbœtt, end- urbœtur gerðar á vindubúnaði, fisk- móttöku og fiskvinnslubúnaði. Skipið er í eigu Síldarvinnslunnar lif. í Neskaupstað og skipstjóri er Sigurjón Valdimarsson og yfirvél- stjóri Þorsteinn Björgvinsson. Fram- kvœmdastjóri útgerðar er Jóhann K. Sigurðsson. Ferill skips Skipið hét upphaflega Þormóður goði RE-209, smíðaður í Bremerhaven, Þýskalandi, árið 1958 hjá skipasmíðastööinni Ag. Weser Werk Seebeck, smíða- númer 840. Önnur skip smíöuð á sömu stöð voru Gerpir NK-106 (130), nú Júpít- er ÞH-61; Sigurður ÍS-33, nú VE-15 (183); Víkingur AK-100 (220); Maí GK-345 (147) og Freyr RE-1. Maí GK og Freyr RE voru seldir úr landi. Júpíter er heldur minni en Beitir. Sigurður RE, Víkingur AK, Maí GK og Freyr RE voru systurskip og stærri en Beitir NK. Skipið var í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur í tuttugu ár frá 1958-1978, gert út sem síðutogari allt til ársins 1977 undir nafninu Þormóður goði RE-209. Skipið var síðasti stóri síðutogarinn í togaraflotanum sem stundaði botnvörpuveiðar. Árið 36 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.