Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 40

Ægir - 01.08.1995, Blaðsíða 40
þilfarshúsi á efra þilfarinu hefur veriö fjarlægð og smíðað nýtt þilfarshús og ný brú, hvortveggja úr áli, ofan á þil- farshús á efra þilfari. Á efra þilfari er því þriggja hæða yfirbygging í stað tveggja hæða áður. Ný hæð undir brú er nýtt til stækkunar á íbúðarými. Sandblástur og málun: Allt stál ofan sjólínu, gólf í vinnslurými, gangur á að- alþilfari og stór hluti lesta var sandblás- ið og málað. íbúðir í nýrri íbúðarhæð hefur verið komið fyrir íbúð skipstjóra, sem skiptist í svefnklefa, setustofu og snyrtingu; klefa yfirvélstjóra með sérsnyrtingu, tækja- klefa og stigagöngum. Klefa yfirvél- stjóra, sem áður var á aðalþilfari, fram- an við vélarreisn, hefur verið breytt í 2ja manna klefa. Þá hafa verið innrétt- aðar nýjar matvælageymslur, þ.e. ó- kæld geymsla og kælir. f brú var komið fyrir íþróttaaðstöðu og salernisklefa. Vinnslurými Fiskmeðhöndlun (loðna): Þremur nýjum loðnu- flokkurum var kornið fyrir í nýjum bakka, afköst hvers flokkara um 30 tonn á klst. Flokkaðri loðnu er rennt í sjókælitankana þrjá, þ.e. miðhólf lesta undir aðalþilfari. Úr- gangsloðna fer í loðnu- skilju og þaðan í önnur lestarými skipsins. Flaka- og heilfrysting: Allur búnaður fyrir rækju- vinnslu var tekinn í land, og einnig lóðrétt frystitæki, og verður ekki settur um borð aftur. Búnaður fyrir heilfryst- ingu og flakavinnslu er að mestu leyti nýr. Búnaðin- um er að mestu komið fyrir fremst á aðalþilfari (milliþilfari). Lítill hluti búnaðarins verður fjar- lægður þegar skipið fer á loðnu/síldveiðar. Nýr láréttur plötufrystir, þrett- án stöðva, fjórar pönnur á breidd, var settur í skipið. Lestarbúnaður Miðhólf undirlestar (nr. 1, 2 og 3) eru útbúin sem skjókæligeymar (RSW-geym- ar, „Refrigerated Sea Water") og er kæld- um sjó hringrásað um einstaka geyma um lagnir sem liggja að kælikerfi, stað- sett í kælivélarými framan við undirlest- ar. Samtals rúmmál sjókæligeyma er um 400 m3. Umrædd rými em einnig frysti- lestar þegar skipið stundar togveiðar, og til viðbótar síðuhólf undirlestar 1 og 2. í hliðarrýmum öftustu lestar voru út- búnir eldsneytisolíugeymar (76.4 m3), sem einnig verður hægt að nota fyrir farm (loðnu/síld). Aftasta lest, afturþil, síður, lestarbotn (geymaþök) og loft voru einangruð með polyurethan og klædd með stáli. Einnig vom lestarbotn- ar (geymaþök) í mið- og forlest einangr- aðir og klæddir með stáli. Sjókælibúnað- urinn (RSW) er frá Teknotherm og með kæliafköst um það bil 425.000 kcal/klst. Kerfið tengist núverandi kælikerfi (frysti- kerfi) skipsins. Kerfið vinnur við +25°C lofthita og +15°C til +20°C sjávarhita. í öllu lestarými skipsins var útbúib kerfi fyrir kælingu á farmi meb ís (CSW-kerfi, „Chilled Sea Water"). Lúgur á langþilj- um lesta voru endurnýjaðar, einnig lest- arlúgur á efra og neðra þilfari. Allar aust- urlagnir í lestarrýmum voru endurnýj- aðar. í miðhóif undirlestar 3 var settur nýr frystiblásari sem notast þegar lestin er frystilest. Einnig vatnsþéttir skápar utan um kæli/frystiblásarana. Vindubúnaður, losunarbúnaður Flotvörpuvinda: Flotvörpuvinda frá Rapp-Hydema var sett í skipið, gerð ND- 3500 B 22.3, 15 m3 tromla, staðsett aft- an við yfirbyggingu. Dœiubúnaður: Auk hefðbundinna loðnudæla er skipið útbúið lofttæmidæl- um (vakúm). Tveim vakúmdælum frá MMC er komið fyrir á aðalþilfari skips- ins, framan vib milliþilfarslest. Vakúm- dælurnar geta dælt frá öllum rýmum undir neðra þilfari í land, á flokkara og á loðnu- skilju. Einnig er hægt að dæla ís frá íslager, miðhólf undirlestar 3, upp í ís- blöndunarbúnað á lobnu- skilju. Öflugar loftdælur tengjast vakúmdælunum (sjá grein um vakúmdælur í 2. tbl. Ægis 1989). Annað Vélbúnaður: í vélarúm var sett nýtt ferskvatnsfram- leiöslutæki frá Alfa Laval Desalt, afköst 5 tonn á sól- arhring. Aukið var vib loftræstingu í vélarúmi meb nýjum sogblásara. Nýtt loftræstikerfi fyrir brú og þilfarshús var sett. Nýjar vökvadælusamstæð- ur fyrir loðnuflokkara og nótakrana voru settar í skipið, dælusamstæður frá Landvélum hf. Rafeindatœki: í nýja brú voru sett nokkur ný rafeindatæki. 40 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.