Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 24
Hvað sjálfsvörsluveðsetningu almennrar kröfu varðar, hefur það verið talið nægja til fullrar réttarverndar, að skuldara kröfu sé tilkynnt um veð- setningu hennar. Hefur þá ekki verið talið skipta máli, hvort krafa er munnleg eða skrifleg.48 í Hrd. 1940 291 (Danske LLoyd) var litið svo á, að framsal S til E á skaðabótakröfu, sem hann átti, hefði verið tryggingarráðstöfun að því leyti sem fullnægja átti kröfum, er E kynni að eignast á hendur S. Við tryggingargerning þennan hefði ekki verið gætt þeirra reglna, sem nauð- synlegar væru til stofnunar veðs, tilkynningar til skuldunauts eða þinglýsingar. Yrði framsalið því að víkja fyrir síðar gerðu fjámámi.49 Vafalaust er, að fullgilt handveð stofnast í skriflegum kröfum, þ.m.t. við- skiptabréfakröfum, ef skuldari er sviptur umráðum skjalsins, sem krafan er fest á, og skuldara jafnframt tilkynnt unt veðsetninguna.50 Meira vafamál hefur hins vegar þótt, hvort slaka megi svo á kröfum, að áritun um handveðsetningu á viðskiptabréfi dugi ein út af fyrir sig, og til- kynning til skuldara, ef aðrar kröfur eiga í hlut. Á það hefur verið lögð áhersla, að veðþoli sé sviptur ekki aðeins réttinum til að ráða yfir veðinu svo í bága fari við rétt handveðhafa, heldur og möguleikanum til þess. Ef veðþoli er sviptur vörslum veðsins, missir hann þar með umráðamöguleikann. Veðþoli getur einnig misst þann möguleika með ýmsum öðrum hætti, og má leggja til grundvallar, að hver sú ráðstöfun, sem sviptir veðþola þessum möguleika, jafngildi vörsluskiptum. Því hefur verið talið nægja að árita viðskiptabréf, þótt það fari ekki úr vörslum veðþola. Sama gildir, þegar skuldara kröfu er tilkynnt um veðsetningu hennar, og skiptir þá ekki máli, hvort krafan er munnleg eða skrifleg. Hafa íslenskir dómstólar byggt á þessu sjónarmiði, þ.e. að tilkynning til skuldara og áritun á viðskiptabréf nægi til veðstofnunar. Hefur slíkt stund- um verið nefnt „handveðsígildi“ eða „handveðsréttarígildi“.51 I Hrd. 1967 78 (Bókasafn biskups) seldi K biskupsembættinu bókasafn sitt. 48 Ólafur Lárusson, Fyrirlestrar um veðréttindi, Reykjavík 1965, bls. 46 og 83. 40 f frumvarpi því til laga um samningsveð, sem lagt var fram á 116. löggjafarþingi 1992- 1993, segir í 1. mgr. 45. gr., að almenna fjárkröfu, sem maður eigi á hendur nafngreindum skuldara, sé heimilt að veðsetja. Hið sama eigi við um almenna fjárkröfu, sem maður komi til með að eignast á hendur nafngreindum skuldara í tilteknu réttarsambandi. Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. frumvarpsins öðlast veðréttur í almennum kröfum réttarvemd við það, að skuldarinn fær tilkynningu um veðsetninguna, annað hvort frá veðsala eða veðhafa. 50 Sjá t.d. Gaukur Jörundsson, Um veðréttindi, Reykjavík 1981, bls. 36. í áðurgreindu frumvarpi til laga um samningsveð segir í 43. gr., að viðskiptabréf megi setja að handveði eða sjálfsvörsluveði. Ef viðskiptabréf sé sett að handveði, gildi um réttarvemd veðsetningarinnar, eftir því, sem við geti átt, ákvæði 2.-4. mgr. 22. gr. Til þess að sjálfsvörsluveðréttur í viðskipta- bréfi öðlist réttarvemd, verði að árita bréfið sjálft um veðsetninguna. 51 Gaukur Jörundsson, Um veðréttindi, Reykjavík 1981, bls. 36-37. 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.