Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 20
Algengt er, t.d. í lausafjár- og fasteignakaupum, að kaupandi (framseljandi) greiði hluta kaupverðs nreð því að afhenda seljanda (framsalshafa) kröfu, sem kaupandi hefur eignast á hendur þriðja manni. Ef greiðslufall verður af hálfu þriðja manns, vaknar sú spurning, hvort seljandinn (framsalshafi) öðlist við það kröfu á hendur kaupandanum (framseljanda). Við úrlausn framangreinds álitaefnis er til þeirrar meginreglu að líta, að framseljandi ber ekki ábyrgð á greiðslu kröfu, nema hann hafi sérstaklega tekið á sig slíka ábyrgð. Hafa ber þó í huga þá reglu, sem áður var orðuð, að framseljandi getur orðið bótaábyrgur gagnvart framsalshafa, ef hann hefur ekki gefið réttar upplýsingar um gjaldfærni skuldara. Að öðru leyti verður að líta til almennra reglna um eftirgjöf eða uppgjöf skuldar, þ.e. hvort seljandi hafi gefið kaupanda eftir skuld hans með því að taka við kröfu á hendur þriðja manni. Vera kann, að aðilar (kaupandi og seljandi) semji svo í upphafi með beinum eða óbeinum hætti, að seljandi (framsalshafi) taki við kröfu á hendur þriðja manni sem fullnaðargreiðslu. Þegar svo hagar til, getur seljandi ekki krafið kaupanda (framseljanda) um greiðslu, ef greiðslufall verður af hálfu þriðja manns. Sjá til athugunar Hrd. 1970 647 (ísborg). í því máli dæmdi héraðs- dómur kaupandann (framseljanda) greiðsluskyldan gagnvart seljanda (fram- salshafa), en óljóst var, hvort bætur voru dæmdar á grundvelli svika eða van- ræktrar upplýsingaskyldu. Hæstiréttur lagði hins vegar til grundvallar, að samning aðila bæri að túlka svo, að við skuldabréfi á hendur þriðja manni hefði verið tekið sem fullnaðargreiðslu. Kaupandinn (framseljandi) hefði hins vegar vanrækt að koma á framfæri upplýsingum um slæma greiðslustöðu útgefanda skuldabréfsins, og af þeirri ástæðu gæti seljandi krafið kaupandann um andvirði skuldabréfsins. Yfirleitt er ekki litið svo á, að um endanlega eftirgjöf sé að ræða, þegar krafa á hendur þriðja manni er afhent sem einn þáttur í greiðslu. Þess í stað er lagt til grundvallar, að samkomulag framseljanda og framsalshafa beri að túlka svo, að seljandi reyni að fá greiðslu með því að innheimta kröfu þá á hendur þriðja manni, sem kaupandi framseldi honum. Takist það ekki, getur seljandi eftir sem áður krafið kaupandann um greiðslu.41 Sjá Hrd. 1968 52 (,,Gulltryggur“), en þar var samningur seljanda og kaupanda túlkaður svo, að ekki hefði verið tekið við tilteknum víxlum sem fullnaðargreiðslu. Sama niður- staða var í Hrd. 1964 900 (Rolf), Hrd. 1965 314 (Gjaldheimtan), Hrd. 1990 1 Bernhard Gomard, Obligationsret, Almene emner, 2. hefti, Ydelsen, Kaupmannahöfn 1973, bls. 144; Henry Ussing Obligationsretten, bls. 369. Þetta er ( raun sama regla og gildir, þegar skuldari (kaupandi) gefur sjálfur út tékka eða víxil og greiðslufall verður. Þá getur kröfu- hafi valið á milli þess að krefja skuldara á grundvelli vfxilsins og tékkans eða á grundvelli kröf- unnar. Sjá Hrd. 1988 66 (Idex Aps); „... Eftir að áfrýjandi eignaðist á ný kröfuna á stefnda sem þá var í vanskilum, mátti hann kjósa, hvort hann innheimti hana sem almenna kröfu eða freistaði þess að innheimta víxil þann, sem var hjá Landsbankanum í Keflavfk". 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.