Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 8
hljóðan veðskuldabréfsins, eru þegar af þeirri ástæðu ekki skilyrði til að leyfa framgang hins umbeðna uppboðs.1 Sjá hins vegar Hrd. 1987 388 (Stóðhestar). Eftir að til skuldarsambands hefur stofnast, geta orðið aðilaskipti að kröfu- réttindunum, rétt eins og öðrum eignarréttindum, þ.e.a.s. nýr kröfuhafi getur komið í stað hins upprunalega kröfuhafa og eins getur nýr skuldari komið í stað fyrri skuldara. I kröfurétti gildir sú meginregla, að skuldari getur ekki án samþykkis kröfuhafa sett annan skuldara í sinn stað með samningi. Gagnstæð regla gildir hins vegar um kröfuhafaskipti. Meginreglan er þar sú, að kröfuhafaskipti geta átt sér stað án samþykkis skuldara og með hverjum þeim hætti, sem leitt getur til aðilaskipta að eignarréttindum, svo sem fyrir afsalsgerninga, erfðir, dánar- gjafir, aðfarargerðir skuldheimtumanna og við gjaldþrot kröfuhafa. Með samn- ingi við skuldara er hægt að stofna nýja kröfu, sem kemur í stað þeirrar fyrri. Slík „novation“ felur ekki í sér aðilaskipti að kröfuréttindum, heldur stofnun nýrrar kröfu.2 1.2 Stofnast nýtt skuldarsamband? Um það hefur verið nokkur ágreiningur með fræðimönnum, hvort unnt sé að tala um aðilaskipti að kröfuréttindum í þessu sambandi. Hafa sumir fræði- menn viljað halda því fram, að nýtt réttarsamband stofnist, t.d. danski fræði- maðurinn Carl Goos (1835-1917). Rök hans voru þau, að aðild væri eitt af megineinkennum sérhvers skuldarsambands og einkennandi fyrir það, og því þýddi sérhver breyting á aðildinni það, að nýtt réttarsamband hefði stofnast í millum annarra aðila. Ohætt er að segja, að framangreindu sjónanniði Goos hafi verið hafnað í norrænni lögfræði í seinni tíð, þó svo að sjónarmið hans hafi nokkuð til síns máls. Fyrst er þess að geta, að hið nýja skuldarsamband svarar að öllu leyti til hins upprunalega sambands, með þeirri einu breytingu, að kominn er nýr kröfuhafi í stað hins upphaflega. Hinn nýi kröfuhafi byggir rétt sinn á rétti 1 Sjá nánar Henry Ussing, Obligationsretten, Almindelig del, Kaupmannahöfn 1961, bls. 374 o. áfr. Sjá og til athugunar Hrd. 1981 182 (Mývatnsbotnsmál), en þar sagði m.a.: „Ábúendur umræddra tveggja jarða beina kröfum sínum að ríkinu, sem að því leyti, sem hér skiptir máli, telst vera eigandi jarðanna. Sem vamaraðili mótmælir ríkið eignarréttartilkalli því, sem fyrr- greindir ábúendur hafi uppi vegna ábýlisjarða sinna. Það er andstætt meginreglum réttarfars um aðild að dómsmálum, að hafðar séu með þessum hætti uppi kröfur af hendi ríkisins gegn þvf sjálfu, sem mótmælir sem varnaraðili, að kröfurnar nái fram að ganga. Ber af þessum ástæðum að ómerkja hinn áfrýjaða dóm að því er varðar Skútustaði I og Skútustaði II og vfsa málinu frá héraðsdómi að því er varðar kröfugerð af hendi ábúendanna ...“. - Sjá nánar Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 209; Bernhard Gotnard, Obligationsret 3. hefti, Kaupmannahöfn 1993, bls. 67 (hér eftir nefnt Obligationsret); Þorgeir Örlygsson, Skuldaraskipti. Tímarit lögfræðinga, 1. hefti, 42. árg. 1992, bls. 20-22. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.