Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 72
5. Lögfræðingatal
Sérstök ritnefnd hefur unnið ötullega allt árið við lokaáfanga og útgáfu Lög-
fræðingatals, sem hefur verið í undirbúningi um all nokkum tíma. I ritnefndinni
eru Dögg Pálsdóttir, Garðar Gíslason, sem er formaður, og Skúli Guðmundsson.
Ritstjóri Lögfræðingatals er Gunnlaugur Haraldsson og útgefandi Iðunn hf.
Þessu stórmerka ritverki er nú lokið og mun sala þess hefjast á næstu dögum.
Verkið er í þremur bindum en fjórða bindið, sem er nafnaskrá mun koma út
síðar. Ritstjórinn mun kynna verkið nánar hér á eftir, auk þess sem eintök
liggja hér framnti.
6. Aðild að BHM. Samstarf við lögfræðingafélög á Norðurlöndum
Á síðasta aðalfundi félagsins var kynnt sú ákvörðun stjómar að segja Lög-
fræðingafélag íslands úr BHM. Tilkynning félagsins um þetta hafði verið send
BHM í september á síðastliðnu ári. Kom úrsögnin til framkvæmda frá og með
1. október 1992. Aðalfundur BHM mun hafa samþykkt að leggja samtökin
niður og er skilanefnd að störfum.
Á hinn bóginn hefur enn aukist samvinna við önnur lögfræðingafélög á
Norðurlöndum. Samtök lögfræðinga á Norðurlöndum héldu ársfund sinn á
Akureyri dagana 9.-13. júní sl. Að ósk samtakanna annaðist Lögfræðingafélag
íslands undirbúning þessa ársfundar. Lenti þunginn af því starfi á Ragnhildi
Arnljótsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Fundur þessi tókst vel í hvívetna.
Af hálfu Lögfræðingafélags íslands sátu fundinn Ragnhildur Amljótsdóttir og
Sigríður Ingvarsdóttir auk formanns félagsins. Er það von stjómar að þessi
tengsl, sem þama hafa myndast, megi haldast og verða félaginu og félags-
mönnum til góðs.
7. Félagaskrá og félagsgjöld
í ár voru 776 gíróseðlar sendir til félagsmanna með árgjaldi, sem hefur verið
óbreytt sl. 3 ár, kr. 2.900. Alls hafa 578 greitt árgjaldið og eru félagsmenn,
sem enn eiga ógreitt, hvattir til að standa skil á greiðslunni. Félagar eru í dag
yfir 800 að tölu.
8. Stjórnarfundir
Stjórnarfundir urðu alls 12. Milli funda unnu stjómarmenn mikið starf að
auki við hin ýmsu verkefni, sem félagið annast. Þannig hefur Dögg Pálsdóttir,
varaformaður axlað mikið verkefni í ritnefnd Lögfræðingatals ásamt með
öðrum nefndarmönnum. Fjárreiður félagsins hafa verið í öruggum höndum
Sigríðar Ingvarsdóttur og með sömu ágætum hefur Ásdís J. Rafnar haldið
utan um rekstur Tímarits lögfræðinga. Áður er getið um sérstaka mál-
þingsnefnd innan stjómar félagsins, en eðli máls samkvæmt var mikilli vinnu
varið í undirbúning og skipulagningu þingsins. Ingvar J. Rögnvaldsson hélt
áfram að sjá um ritarastörf og halda bækur. Öllum stjómarmönnum eru þökk-
uð mikil og óeigingjöm störf í þágu félagsins.
138