Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 58
U 1981 409 Ofangreindur dómur er nefndur til samanburðar, en samkvæmt dóminum braust 27 ára gamall maður inn á bamaheimili og átti önnur kynferðismök en samræði við 4 ára gamla stúlku. Ákærði var dæmdur í 3 ára fangelsi, en nrinnihluti vildi dæma ákærða í fangelsi í 2 ár og 6 mánuði. 5. LOKAORÐ Hér hefur verið fjallað mjög almennt um kynferðisbrot og reynt að upplýsa hvernig meðferð þessara mála er háttað hér á landi. Vonandi má af greininni sjá hversu vandmeðfarinn þessi málaflokkur er, sérstaklega sönnunarþátturinn. Þeir sem fjalla um mál þessi sjá að brotaþolum er það mikil raun að þurfa að mæta fyrir dómi og skýra frá reynslu sinni. Lagt er til að nú þegar verði hugað að réttarstöðu fórnarlamba kynferðisbrota og þeim tryggður réttur til málsvara með svipuðum hætti og tíðkast í dönskum rétti. I grein Jónatans Þórmundssonar, prófessors, um kynferðisbrot í Úlfljóti, 1. tölublaði 1989, segir á bls. 35 að algengasta refsing fyrir nauðgun sé óskil- orðsbundið fangelsi í 12-18 mánuði. Skoðun á dómum, sem fallið hafa nýlega, bendir til þess að refsingar fyrir kynferðisbrot hafi þyngst á allra síðustu árum og lætur nærri að segja megi að algengasta refsing fyrir nauðgun sé nú 18- 24 mánaða fangelsi. Ekki er að sjá að slakað hafi verið á kröfum um sönnun nema síður sé eins og dómareifanir hér að framan sýna, enda örðugt um vik að óbreyttum lögum. Þá má fullyrða að fjárhæð miskabóta, sem dæmdar hafa verið undanfarið, hefur hækkað og nú er starfandi nefnd sem fjallar um það hvort æskilegt sé að tekin sé upp ríkisábyrgð á greiðslum miskabóta til fórnarlamba kynferðis- brota. Að lokum má benda á það, að ef til vill geta dómarar einna best svarað gagnrýni á störf sín með því að benda á ákvæði 61. gr. stjómarskrár íslenska lýðveldisins, þar sem segir að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Heimildir: Ásdís J. Rafnar, Um afbrotið nauðgun, Úlfljótur, 1.-2. tbl. 1980. Jónatan Þórmundsson, Unt kynferðisbrot, Úlfljótur, 1. tbl. 1989. Knud Waaben, Det Kriminelle Forsæt, 5. útg., Danmörk, 1991. Stephan Hurwitz, Kriminalret, specielle del, 5. útg., Kaupmannahöfn 1970. 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.