Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 54
sakfellingu héraðsdóms og ákvæði hans um miskabætur, en dæmdi ákærða til að sæta fangelsi í 2 ár og 3 mánuði og var þá sérstaklega litið til ungs aldurs kæranda og aðstæðna allra. Dómur Hæstaréttar 28. október 1993 I máli þessu var ákærða gefið að sök að hafa í júlí 1992 tvívegis þröngvað konu til holdlegs samræðis með ofbeldi. Ákærði neitaði sök og kvað samfar- irnar hafa átt sér stað með fullu samþykki konunnar. Lögreglumaður sem kont fyrstur á vettvang bar að konan hafi verið grátandi og erfitt að skilja hana fyrir gráti og ekka og sagði hún ákærða hafa nauðgað sér. Samkvæmt læknis- vottorði voru eftirtaldir áverkar á konunni: Marblettur og klór og rispur utan- vert á hægra læri og smárispur innanvert á lærinu. Á vinstra læri innanverðu var húðin öll rifin líkt og eftir neglur og með smáum marblettum. I héraðsdómi segir að ákærði og kærandi hafi verið stöðug í skýrslum sínum um öll megin- atriði málsins. Ákærði hafi ekki gefið trúverðuga skýringu á áverkunum á konunni og bendi þeir sterklega til þess að hún hafi sætt valdbeitingu við samræðið. Frásögn hennar njóti stuðnings af vætti lögreglumanns og ekkert í málinu sem veiki hana. Taldi héraðsdómari sök ákærða sannaða og dæmdi hann í 18 mánaða fangelsi og til að greiða kæranda 500.000 krónur í skaða- bætur. I Hæstarétti varð niðurstaðan önnur og var ákærði sýknaður. I dóminum er vikið að skýringu ákærða fyrir héraðsdómi á áverkunum, sem ákærði taldi að gætu stafað af því að hann hafi tekið um hné konunni þegar hún lyfti upp lærunum. Þessi skýring var borin undir lækni og kvaðst hann engan dóm vilja leggja á þá skýringu en ekki geta útilokað hana. Síðan segir í dóminum: „Eins og fram er komið bentu aðstæður á vettvangi ekki til þess, að átök hefðu átt sér stað. Fatnaður kæranda var heldur ekki til marks um, að harðræði hefði verið beitt. Þótt kærandi hafi nokkra áverka, þykja þeir ekki veita óyggjandi vísbendingu um, að hún hafi sætt nauðung af hálfu ákærða. Læknir treysti sér ekki til að útiloka skýringu ákærða á þeim og verður að miða við, að þeir kunni að eiga sér eðlilegar orsakir". Dómur Hæstaréttar 4. nóvember 1993 I máli þessu var ákærða gefið eftirfarandi að sök: í fyrsta lagi líkamsárás í maí 1992 með því að skera sokkabuxur utan af sofandi konu og beita við það stórum eldhúshníf og er hún snerist til vamar, hafa ráðist á hana, tekið hana föstu hálstaki og jafnframt haldið harkalega fyrir munn hennar og nef og með þessu þrengt svo að öndunarvegi hennar að henni sortnaði fyrir augum og hlaut húðblæðingar í andliti og marðist á hálsi og við munn og hlaut sár innanvert á efri vör. í öðru lagi var ákærða gefið að sök að hafa í júlí 1992 farið í heimildarleysi inn um glugga íbúðarhúss á Akureyri og komið þar að sofandi konu ásamt 2 bömum sofandi í öðru herbergi íbúðarinnar, afklæðst og farið í peysu, sem hann fann á staðnum, sveipað slæðu um höfuð sitt, tekið búrhníf, vakið konuna, ógnað henni með hnífnum og með því stöðugt að hóta henni lífláti og því að annar maður, sem ákærði sagði að væri staddur í íbúðinni, dræpi böm hennar léti hún ekki að vilja hans, hrakið hana inn í 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.