Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 54
sakfellingu héraðsdóms og ákvæði hans um miskabætur, en dæmdi ákærða til
að sæta fangelsi í 2 ár og 3 mánuði og var þá sérstaklega litið til ungs aldurs
kæranda og aðstæðna allra.
Dómur Hæstaréttar 28. október 1993
I máli þessu var ákærða gefið að sök að hafa í júlí 1992 tvívegis þröngvað
konu til holdlegs samræðis með ofbeldi. Ákærði neitaði sök og kvað samfar-
irnar hafa átt sér stað með fullu samþykki konunnar. Lögreglumaður sem kont
fyrstur á vettvang bar að konan hafi verið grátandi og erfitt að skilja hana
fyrir gráti og ekka og sagði hún ákærða hafa nauðgað sér. Samkvæmt læknis-
vottorði voru eftirtaldir áverkar á konunni: Marblettur og klór og rispur utan-
vert á hægra læri og smárispur innanvert á lærinu. Á vinstra læri innanverðu
var húðin öll rifin líkt og eftir neglur og með smáum marblettum. I héraðsdómi
segir að ákærði og kærandi hafi verið stöðug í skýrslum sínum um öll megin-
atriði málsins. Ákærði hafi ekki gefið trúverðuga skýringu á áverkunum á
konunni og bendi þeir sterklega til þess að hún hafi sætt valdbeitingu við
samræðið. Frásögn hennar njóti stuðnings af vætti lögreglumanns og ekkert
í málinu sem veiki hana. Taldi héraðsdómari sök ákærða sannaða og dæmdi
hann í 18 mánaða fangelsi og til að greiða kæranda 500.000 krónur í skaða-
bætur. I Hæstarétti varð niðurstaðan önnur og var ákærði sýknaður. I dóminum
er vikið að skýringu ákærða fyrir héraðsdómi á áverkunum, sem ákærði taldi
að gætu stafað af því að hann hafi tekið um hné konunni þegar hún lyfti upp
lærunum. Þessi skýring var borin undir lækni og kvaðst hann engan dóm vilja
leggja á þá skýringu en ekki geta útilokað hana. Síðan segir í dóminum: „Eins
og fram er komið bentu aðstæður á vettvangi ekki til þess, að átök hefðu átt
sér stað. Fatnaður kæranda var heldur ekki til marks um, að harðræði hefði
verið beitt. Þótt kærandi hafi nokkra áverka, þykja þeir ekki veita óyggjandi
vísbendingu um, að hún hafi sætt nauðung af hálfu ákærða. Læknir treysti
sér ekki til að útiloka skýringu ákærða á þeim og verður að miða við, að þeir
kunni að eiga sér eðlilegar orsakir".
Dómur Hæstaréttar 4. nóvember 1993
I máli þessu var ákærða gefið eftirfarandi að sök: í fyrsta lagi líkamsárás
í maí 1992 með því að skera sokkabuxur utan af sofandi konu og beita við
það stórum eldhúshníf og er hún snerist til vamar, hafa ráðist á hana, tekið
hana föstu hálstaki og jafnframt haldið harkalega fyrir munn hennar og nef
og með þessu þrengt svo að öndunarvegi hennar að henni sortnaði fyrir augum
og hlaut húðblæðingar í andliti og marðist á hálsi og við munn og hlaut sár
innanvert á efri vör. í öðru lagi var ákærða gefið að sök að hafa í júlí 1992
farið í heimildarleysi inn um glugga íbúðarhúss á Akureyri og komið þar að
sofandi konu ásamt 2 bömum sofandi í öðru herbergi íbúðarinnar, afklæðst
og farið í peysu, sem hann fann á staðnum, sveipað slæðu um höfuð sitt,
tekið búrhníf, vakið konuna, ógnað henni með hnífnum og með því stöðugt
að hóta henni lífláti og því að annar maður, sem ákærði sagði að væri staddur
í íbúðinni, dræpi böm hennar léti hún ekki að vilja hans, hrakið hana inn í
120