Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 43
Það er hins vegar almenn regla, að framsalið veitir skuldara engan sjálf- stæðan rétt á hendur framsalshafa. Giidir þetta eins, þótt framsalshafinn hafi lofað því gagnvart framseljanda að inna af hendi þá greiðslu, sem skuldari á rétt til. Slíkt loforð í samningi framsalshafa og framseljanda er ekki unnt að skoða sem almennt þriðjamannsloforð í þágu skuldara, og skuldari getur þann- ig ekki byggt á því beinan og sjálfstæðan rétt gagnvart framsalshafa. Ef samn- ingur er ekki réttilega efndur gagnvart skuldara, þ.e.a.s. hann fær ekki gagn- gjaldið, þá verður hann að halda sig að viðsemjanda sínum. Gildir þetta eins þó svo að hlutur hafi verið afhentur framsalshafa, sbr. Hrd. 1980 1396.97 Sú regla, sem hér var orðuð, er ekki með öllu undantekningalaus. Skuidarinn getur með athöfnum sínum glatað rétti á hendur viðsemjanda sínum, sbr. 62. gr. siglingalaga nr. 34/1985. Samkvæmt því ákvæði missir skipafélag rétt sinn á hendur farmsendanda við að afhenda farm til framsalshafa. Skipafélagið á hér rétt á hendur farmsendanda til greiðslu farmgjaldanna, enda farmsendandi viðsemjandi hans. En með því að afhenda þriðja manni (framsalshafa) farminn, þá glatar skipafélagið rétti sínum á hendur farmsendanda og öðlast sjálfstæðan rétt á hendur viðtakanda. Þó eru vissar takmarkanir á þessari reglu í 67. gr. sigll. Þá verður og í þessu sambandi að hafa í huga ákvæði IV. kafla laga nr. 30/1993, um neytendalán, sbr. lög nr. 101/1994 um breytingu á þeim. Lögin taka til lánssamninga, sem lánveitandi gerir í atvinnuskyni við neytendur. Er hér átt við samninga, sem gerðir eru af hálfu verslana, framleiðenda og þjón- ustuaðila með vissum undantekningum. Það nær til lána vegna kaupa á lausafé og þjónustu, svo og almennra neyslulána. Reglur IV. kafla laganna um framsal kröfuréttinda taka einungis til lánveitanda og lántakanda, sem kaupir vöru eða þjónustu, sent telja má óskylda starfi hans. Hafa ákvæði IV. kafla það markmið að vemda lántakanda við kröfuhafaskipti. í 1. mgr. 17. gr. laga nr. 30/1993 kemur fram, að framselji lánveitandi kröfu til þriðja aðila, getur neytandi haldið uppi sömu mótbárum við hann og upp- haflegan eiganda kröfunnar. Sama á við, ef kröfuhafi hefur sett kröfuna að veði og fjámám hefur verið gert í henni. Samkvæmt 2. mgr. 17. gr. á þetta þó ekki við, ef neytandi innir greiðslu af hendi til lánveitanda og veit eða má vita, að lánveitandi hefur ekki rétt til að taka við greiðslu eða gera samning þar að lútandi. í 3. mgr. kemur sú regla fram, að eigi neytandi kröfu á hendur lánveitanda, sem jafnframt er seljandi, vegna kaupa, t.d vegna galla, er fram- salshafi meðábyrgur lánveitanda, þar til uppgjör hefur farið fram. Lánveitandi er þó ekki skyldur til að greiða meira en það, sem hann hefur fengið greitt frá neytanda. Ákvæði 17. gr. ná ekki til viðskiptabréfakrafna, enda sé til staðar trygging samkvæmt 18. gr. laganna, en þar segir í 1. mgr., að lánveitandi, 97 Sjá nánar Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 93-94, og Henry Ussing, Obligations- retten, bls. 232. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.