Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 39
Svo sem fyrr segir raskar framsal réttar samkvæmt gagnkvæmum samningi ekki á neinn hátt því samhengi, sem er í milli krafna aðila. Þar við bætist, að skuldara er heimilt, þrátt fyrir framsalið, að virða það að vettugi og greiða upphaflegum kröfuhafa eða semja við hann um breytingar á kröfunni, ef skuldara er það nauðsynlegt til að firra sig tjóni eða verulegu óhagræði. Sjá til athugunar Hrd. 1980 1396 (Vinur SH 140).86 í 48. gr. aðfararl. nr. 90/1989 er gerð takmörkun á heimild til að gera aðför í kröfu samkvæmt gagnkvæmum samningi. Þar segir, að fjárnám verði ekki gert í kröfu samkvæmt gagnkvæmum samningi, ef gerðarþoli hefur ekki efnt hann af sinni hálfu, og það, sem ógert er, er eigin vinna eða verk hans eða eitthvað annað, sem viðsemjandi gerðarþola þarf ekki að una, að annar en gerðarþoli láti í té. Regla þessi er að orðalagi nokkuð frábrugðin orðalagi 3. mgr. 28. gr. aðfararlaga nr. 19/1887, sem áður gilti um þetta efni, en efni 48. gr. er í samræmi við þann skilning, sem lagður var í 3. mgr. 28. gr. laga nr. 19/1887. í 3. mgr. 28. gr. aðfararlaga nr. 19/1887 sagði: Þegar samningur til skilur, að hvorirtveggju aðilar skulu nokkuð af hendi láta, má eigi fjámám gera í því, sem skuldunautur á kröfu til af hinum, ef hann hefur eigi þegar sjálfur uppfyllt samninginn af sinni hálfu, og það, er hann á af hendi að inna, er eigið verk hans eður vinna eða eitthvað annað það, er sá, sem fjárnáms leitar, er eða verður eigi við fjárnámið fær um að láta í té eða framkvæma. Samkvæmt gagnályktun frá 48. gr. aðfararlaga nr. 90/1989 er óhætt að leggja til grundvallar, að aðför megi gera í kröfu samkvæmt gagnkvæmum samningi, ef gagngjaldið er greitt, eða um er að ræða gagngjald, sem sá, er aðfarar leitar, getur innt af hendi. Réttarstaða aðfararhafa getur þó verið ótryggari, en þegar um einhliða kröfur er að ræða. Að því er tekur til framsals kröfu samkvæmt gagnkvæmum samningi, má draga þá ályktun af framangreindum reglum um aðför, að framsal sé jafnan heimilt, þegar atvikum er svo háttað, að aðför er heimil. A hinn bóginn verður ekki að öðru leyti dregin ályktun af 48. gr. aðfararlaga um framsal kröfu. Þetta leiðir hugann að því, hvort framsal sé í öllum tilvikum útilokað, þegar aðför er óheimil samkvæmt ákvæðum greinarinnar. Almennt er talið, að engin slík ályktun verði dregin af lagaákvæðinu.87 Ýmsar ástæður geta mælt með því að heimila framsal, þegar aðför er útilokuð. Þannig er það t.d., þegar um endurgjald fyrir persónulega vinnu er að ræða. Ef unnt væri að gera fjámám í óunnum vinnutekjum, þ.e. tekjum, sem launþegi kemur til með að hafa af vinnu sinni í framtíðinni, gæti það 86 Sjá Ólafur Lárusson, Eignaréttur I, bls. 19; Þorgeir Örlygsson, Skuldaraskipti, bls. 30. 87 Sjá nánar Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 230. 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.