Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 57
t\'eggja um neyðaróp frá Y hafa á sér ólíkindablæ. Þá er til þess að líta að
vitnin voru, eins og áður sagði, í gleðskap í húsi ákærða fyrr um nóttina og
geta hafa talið sig eiga þangað erindi aftur, og því knúið dyra. Sú staðreynd,
að kærandi hljóp allsnakin úr húsi ákærða, eftir að hafa heyrt barið að dyrum,
og til L vinkonu sinnar um kl. 4.30 um nóttina, er ekki út af fyrir sig nægileg
vísbending um, að ákærði hafi beitt hana ofbeldi".
Minni hluti Hæstaréttar, 2 dómarar, vildi sakfella ákærða fyrir tilraun til
nauðgunar og dæma hann til 10 mánaða fangelsisvistar.
Dómur Hæstaréttar 17. maí 1991
I máli þessu var ákærði dæmdur í 6 mánaða fangelsi, þar af voru 3 mánuðir
skilorðsbundnir fyrir brot gegn lagagrein sem nú er sambærileg 196. gr. hegn-
ingarlaganna, eða svokölluð misneyting. Einnig var ákærði dæmdur til að
greiða kæranda 200.000 krónur í miskabætur. Segir svo í dómi Hæstaréttar:
„I máli þessu liggur það ljóst fyrir, að ákærði fór í heimildarleysi inn í íbúð
vitnisins K umræddan morgun að afloknu samkvæmi þar og kom að henni
sofandi á rúmi sínu. Hún þekkti hvorki til ákærða né V, félaga hans, áður en
þetta gerðist, og átti ekki von á neinum inn til sín. Ákærði hefur viðurkennt
samfarir við stúlkuna. Framkomnar upplýsingar gefa eindregið til kynna, að
ákærði hafi fært hana úr fötum og byrjað að hafa við hana samfarir, án þess
að hún hafi skynjað hvað um væri að vera, sökum svefndrunga og ölvunar.
Hafi hún þannig ekki getað spornað við samförunum fyrr en hún sjálf hefur
lýst. Jafnframt hafi ákærði ekki haft neina ástæðu til að ætla, þrátt fyrir eigin
ölvun, að samfarimar væru að vilja stúlkunnar".
Dómur Hæstaréttar 17. maí 1991
Hér er um svipað mál að ræða og reifað var hér á undan, en refsing ákærða
var ákveðin 9 mánaða fangelsi, þar af voru 6 mánuðir skilorðsbundnir. Einn
dómenda skilaði sératkvæði og taldi að refsing ætti að vera óskilorðsbundin.
U 1961 1073 og U 1978 762
Til samanburðar má nefna ofangreinda dóma, en samkvæmt fyrri dóminum
hafði 35 ára gamall maður samræði við 15 ára gamla stúlku, sem gat ekki
spomað við samræðinu sökum ölvunar. Refsing hans var ákveðin fangelsi í
1 ár og 6 mánuði.
Samkvæmt seinni dóminum hafði maður samræði við ölvaða, sofandi konu
og hlaut 4 mánaða fangelsi. Ágreiningur var í dóminum um skilorðsbindingu
að hluta.
Dómur Hæstaréttar 19. maí 1988
Ákærða var gefið að sök að hafa allt frá árinu 1971 og fram til ársins 1981
margsinnis haft kynferðismök við dóttur sína fædda 1965. Hann var einnig
ákærður fyrir kynferðismök gagnvart tveimur öðrum ungum börnum sínum,
en hann var sýknaður af þeirri háttsemi. í héraði þótti sannað, að ákærði hafi
haft reglulega kynferðismök önnur en samræði við stúlkuna að jafnaði einu
sinni til tvisvar á viku. Héraðsdómur dæmdi ákærða til 4 ára fangelsisvistar,
en í Hæstarétti var refsingin færð niður í 2 ár og 6 mánuði.
123