Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 74

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 74
ÚTGÁFA Á DÓMASAFNI HÆSTARÉTTAR ÍSLANDS Á TÖLVUTÆKU FORMI Efni hæstaréttardóma, Stjórnartíðinda og Alþingistíðinda er orðið gríðarlega umfangsmikið og leit í þessum hjálpargögnum lögfræðinga mjög tímafrek eins og kunnugt er. Langt er síðan gögn af þessu tagi urðu aðgengileg á tölvutæku formi erlendis. Með aukinni vinnslugetu tölva hafa þau leitarforrit sem notast er við orðið æ fullkomnari og notendaviðmót þeirra betra en áður var. Að- gangur að svo miklu magni upplýsinga sem hér um ræðir hefur til skamms tíma aðeins verið fær með símatengingu við gagnagrunna á miðlægum stór- tölvum. Slíkir miðlægir gagnagrunnar hafa þann kost að uppfæra má upp- lýsingar daglega en þann galla að borga þarf fyrir tengingu, símalínu og notk- un á gögnum. Á allra síðustu árum hefur konrin frant sú tækni að geyma mik- ið gagnamagn á CD-diskum eða geisladiskum eins og þeir eru nefndir í dag- legu tali. Sá sem vill nýta sér gögn á CD-diski þarf auk tölvu aðeins að fjár- festa í CD-drifi en fá má þokkaleg drif á um 30.000 krónur. I nágrannalöndum okkar eru þegar á almennum markaði á CD-diskum dómar, lög með athugasemdum og annað efni um lögfræði. Á diskunum er auk sjálfs textans forrit sem gerir leit að einstökum orðum eða efnisatriðum einfalda og fljótvirka. Þannig hefur t.d. GAD-forlagið í Danmörku gefið út CD-disk með Ugeskrift for Retsvæsen frá 1960-1993 og taka gögnin aðeins um 170 MB af 600 MB rými disksins. í Noregi hefur fyrirtækið Lovdata gefið út norska dóma á geisladiski. Þessi tölvutæku dómasöfn eru seld í áskrift og kostar t.d. DKK 13.000 að gerast áskrifandi að UfR-dómasafninu og DKK 3.000 á ári eftir það. Inni í þeirri tölu eru fjórar uppfærslur á ári og hefur hver uppfærsla að geyma þrjá eldri árganga auk nýrra dóma. Erfitt er að lýsa í smáatriðum öllum þeim ntöguleikum sem GAD-diskurinn býður upp á. Auk þess sem hægt er að finna dóma eftir raðnúmeri hæsta- réttardóms, þ.e. ártali og upphafsblaðsíðutali dóms, málanúmeri hæstaréttar- málsins, uppkvaðningardegi dóms og málsaðilum er hægt að leita í dóma- safninu með þrennunt hætti: 1. Með textaleit, þ.e. leit að hvaða orði sem er í dómasafninu. Mögulegt er að leita að 1-5 orðum og finnur þá leitarkerfið hvort sem óskað er dóma þar sem orðin koma fyrir í sömu málsgrein eða einungis í sama dómi. 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.