Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 74
ÚTGÁFA Á DÓMASAFNI HÆSTARÉTTAR ÍSLANDS Á
TÖLVUTÆKU FORMI
Efni hæstaréttardóma, Stjórnartíðinda og Alþingistíðinda er orðið gríðarlega
umfangsmikið og leit í þessum hjálpargögnum lögfræðinga mjög tímafrek eins
og kunnugt er. Langt er síðan gögn af þessu tagi urðu aðgengileg á tölvutæku
formi erlendis. Með aukinni vinnslugetu tölva hafa þau leitarforrit sem notast
er við orðið æ fullkomnari og notendaviðmót þeirra betra en áður var. Að-
gangur að svo miklu magni upplýsinga sem hér um ræðir hefur til skamms
tíma aðeins verið fær með símatengingu við gagnagrunna á miðlægum stór-
tölvum. Slíkir miðlægir gagnagrunnar hafa þann kost að uppfæra má upp-
lýsingar daglega en þann galla að borga þarf fyrir tengingu, símalínu og notk-
un á gögnum. Á allra síðustu árum hefur konrin frant sú tækni að geyma mik-
ið gagnamagn á CD-diskum eða geisladiskum eins og þeir eru nefndir í dag-
legu tali. Sá sem vill nýta sér gögn á CD-diski þarf auk tölvu aðeins að fjár-
festa í CD-drifi en fá má þokkaleg drif á um 30.000 krónur.
I nágrannalöndum okkar eru þegar á almennum markaði á CD-diskum
dómar, lög með athugasemdum og annað efni um lögfræði. Á diskunum er
auk sjálfs textans forrit sem gerir leit að einstökum orðum eða efnisatriðum
einfalda og fljótvirka. Þannig hefur t.d. GAD-forlagið í Danmörku gefið út
CD-disk með Ugeskrift for Retsvæsen frá 1960-1993 og taka gögnin aðeins
um 170 MB af 600 MB rými disksins. í Noregi hefur fyrirtækið Lovdata
gefið út norska dóma á geisladiski. Þessi tölvutæku dómasöfn eru seld í áskrift
og kostar t.d. DKK 13.000 að gerast áskrifandi að UfR-dómasafninu og DKK
3.000 á ári eftir það. Inni í þeirri tölu eru fjórar uppfærslur á ári og hefur
hver uppfærsla að geyma þrjá eldri árganga auk nýrra dóma.
Erfitt er að lýsa í smáatriðum öllum þeim ntöguleikum sem GAD-diskurinn
býður upp á. Auk þess sem hægt er að finna dóma eftir raðnúmeri hæsta-
réttardóms, þ.e. ártali og upphafsblaðsíðutali dóms, málanúmeri hæstaréttar-
málsins, uppkvaðningardegi dóms og málsaðilum er hægt að leita í dóma-
safninu með þrennunt hætti:
1. Með textaleit, þ.e. leit að hvaða orði sem er í dómasafninu.
Mögulegt er að leita að 1-5 orðum og finnur þá leitarkerfið hvort sem
óskað er dóma þar sem orðin koma fyrir í sömu málsgrein eða einungis
í sama dómi.
140