Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 31
þ.e. að vemda skuldarann gegn breytingum á skyldum hans, þá eru líkur fyrir því að hvers konar aðilaskipti séu bönnuð. Gildir þá einu, hvort um aðilaskipti fyrir framsal eða fullnustugerðir skuldheimtumanna er að ræða. Ef ástæða takmarkana við aðilaskiptum er að tryggja, að greiðslan komi kröfu- hafanum einum til góða, þ.e.a.s. tillitið til hagsmuna kröfuhafans, þá hefur það líkumar með sér að aðilaskipti vegna fullnustugerða skuldheimtumanna séu úti- lokuð, a.m.k. að vissu marki. Á þetta t.d. við um greiðslur úr almannatryggingum. Hins vegar er ekki útilokað, þegar svo stendur á, að framsal með löggemingi inter vivos sé heimilt, þannig að kröfuhafi geti framselt kröfuréttindi sín og gert þau virk, fyrr en ella hefði orðið. Þó er hugsanlegt að þjóðfélagsleg sjónarmið leiði til þeirrar niðurstöðu í einstaka tilvikum, að einnig beri að vemda kröfuhafa gegn eigin ráðstöfunum, og þegar svo hagar til, verður að ætla, að aðilaskipti með löggemingi inter vivos séu einnig útilokuð. Ræðst niðurstaðan í hverju tilviki af skýringu á viðkomandi lagareglu og mati á aðstæðum. 3.2 Takmarkanir í settum lögurn 3.2.1 Mismunandi ástæður takmarkana Takmarkanir við kröfuhafaskiptum eru víða í settum lögum, en mismunandi hversu víðtækar þær eru, og þær eru af mismunandi rótum runnar. Af settum lagaákvæðum, sem takmarka aðilaskipti að kröfu með tilteknum hætti, má nefna 41., 43., 45,- 47. og 49.-50. gr. laga nr. 90/1989, um aðför; 61. gr. laga nr. 67/1971, um almannatryggingar; 116., 118. og 123. gr. laga nr. 20/1954, um vátryggingarsamninga; 13. gr. laga nr. 30/1987, um orlof; 22. gr. laga nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og 23. gr. laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Takmarkanir í settum lögum við aðilaskiptum að kröfuréttindum eru mis- jafnlega víðtækar. Þannig má t.d. annars vegar nefna 47. gr. aðfararlaga nr. 90/1989, sem bannar fjárnám, nema mánuður sé liðinn frá því kröfur þær, sem þar um ræðir, urðu gjaldkræfar. Hins vegar má svo nefna 61. gr. almanna- tryggingalaga. nr. 67/1971, sem leggur bann við framsali, veðsetningu, lög- haldi, fjárnámi og því að halda bótafé til greiðslu opinberra gjalda annarra en iðgjalda samkvæmt almannatryggingalögum. Segja má, að takmarkanir aðila- skipta geti varla verið víðtækari en kemur fram í 61. gr. almannatryggingalaga. Ástæður þær, sem liggja til grundvallar lagaákvæðum, sem takmarka aðila- skipti að kröfu, geta verið margs konar. Má þar nefna tillitið til þeirra hags- muna skuldara, að ekki verði breyting á skyldum hans; nauðsyn þess, að kröfuhafi njóti sjálfur kröfunnar (t.d. framfærslusjónarmið), eða það sem stundum hefur verið kallað „almannahagsmunir". Eins og áður segir eru umrædd lagaákvæði oftast orðuð þannig, að berum orðum eru aðeins takmörkuð aðilaskipti með tilteknum hætti. Krafa er t.d. undanþegin fullnustugerðum skuldheimtumanna, án þess að nokkuð sé tekið fram um aðilaskipti með öðrum hætti. Fer þá eftir atvikum, hver ályktun verð- 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.