Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 50
nánast óþekkt fyrir u.þ.b. áratug. Brot gegn þessari lagagrein tlokkast ekki undir nauðgun enda er ofbeldi ekki þáttur í verknaðarlýsingu, heldur misneyting. Refsimörk eru líka verulega lægri en í nauðgunarákvæðinu, eða fangelsi allt að 6 árum, sem er sama refsihámark og fyrir þjófnað, fjárdrátt og fjársvik. Til samanburðar má benda á að refsihámark fyrir skjalafals er 8 ára fangelsi. I dönsku hegningarlögunum er samsvarandi ákvæði 196. gr. í 218. gr. Þar eru refsimörkin fangelsi allt að 4 árum. I 200. gr. hegningarlaganna eru ákvæði um refsingar fyrir þá háttsemi manna að hafa samræði eða önnur kynferðismök við börn sín eða aðra niðja og varðar slík háttsemi fangelsi allt að 6 árurn og allt að 10 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára. Önnur kynferðisleg áreitni manns gagnvart barni sínu eða öðrum niðja en sú er greinir í 1. mgr. varðar allt að 2 ára fangelsi og allt að 4 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu er átt við slíka kynferðislega áreitni, sem ekki telst slík misnotkun á líkama að hún komi í stað hefðbundins samræðis eða hafi gildi sem slíkt. Átt er við káf, þukl og annars konar líkamlega snertingu og ljósmyndun af kynferðis- legum toga. Ekki er þó ætlunin, fremur en verið hefur. að taknrarka eðlilega umhirðu og gælur foreldra og annarra ættingja við börn sín og barnaböm. I 3. mgr. 200. gr. segir að samræði eða önnur kynferðismök ntilli systkina varði fangelsi allt að 4 árum. Hafi annað systkina eða bæði ekki náð 18 ára aldri þegar verknaður átti sér stað má ákveða að refsing l'alli niður að því er þau varðar. I 201. gr. hegningarlaganna eru sambærileg ákvæði og í 200. gr., en þar er brotaþoli barn eða ungmenni yngri en 18 ára sem er kjörbam, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða ungmenni, sem manni hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis. Eru viðurlögin allt að 6 ára fangelsi og allt að 10 ára fangelsi sé barn yngra en 16 ára. I 1. mgr. 202. gr. laganna segir að hver sem hefur samræði eða önnur kyn- ferðismök við barn, yngra en 14 ára, skuli sæta fangelsi allt að 12 árum. Önn- ur kynferðisleg áreitni varðar fangelsi allt að 4 árum. í 2. mgr. sömu greinar segir að hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir ungmenni á aldrinum 14-16 ára til samræðis eða annarra kynferðismaka skuli sæta fangelsi allt að 4 árum. í 204. gr. hegningarlaganna segir að hafi brot samkvæmt 201. eða 202. gr. verið framið í gáleysi um aldur þess er fyrir broti varð skuli beita vægari refsingu að tiltölu sem þó má ekki fara niður úr lægsta stigi refsivistar. 209. gr. hegningarlaganna hljóðar svo: Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en varðhaldi eða sektum ef brot er smávægilegt. Sérákvæðin í 200. til 202. gr. laganna um kynferðislega áreitni leiða til þess að ýmiss konar háttsemi önnur en káf og þukl á líkama falla nú undir ákvæðið, t.d. gægjur á glugga, berháttun og önnur strípihneigð, klúrt orðbragð í síma 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.