Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 50
nánast óþekkt fyrir u.þ.b. áratug. Brot gegn þessari lagagrein tlokkast ekki undir nauðgun enda er ofbeldi ekki þáttur í verknaðarlýsingu, heldur misneyting. Refsimörk eru líka verulega lægri en í nauðgunarákvæðinu, eða fangelsi allt að 6 árum, sem er sama refsihámark og fyrir þjófnað, fjárdrátt og fjársvik. Til samanburðar má benda á að refsihámark fyrir skjalafals er 8 ára fangelsi. I dönsku hegningarlögunum er samsvarandi ákvæði 196. gr. í 218. gr. Þar eru refsimörkin fangelsi allt að 4 árum. I 200. gr. hegningarlaganna eru ákvæði um refsingar fyrir þá háttsemi manna að hafa samræði eða önnur kynferðismök við börn sín eða aðra niðja og varðar slík háttsemi fangelsi allt að 6 árurn og allt að 10 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára. Önnur kynferðisleg áreitni manns gagnvart barni sínu eða öðrum niðja en sú er greinir í 1. mgr. varðar allt að 2 ára fangelsi og allt að 4 ára fangelsi sé barnið yngra en 16 ára. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu er átt við slíka kynferðislega áreitni, sem ekki telst slík misnotkun á líkama að hún komi í stað hefðbundins samræðis eða hafi gildi sem slíkt. Átt er við káf, þukl og annars konar líkamlega snertingu og ljósmyndun af kynferðis- legum toga. Ekki er þó ætlunin, fremur en verið hefur. að taknrarka eðlilega umhirðu og gælur foreldra og annarra ættingja við börn sín og barnaböm. I 3. mgr. 200. gr. segir að samræði eða önnur kynferðismök ntilli systkina varði fangelsi allt að 4 árum. Hafi annað systkina eða bæði ekki náð 18 ára aldri þegar verknaður átti sér stað má ákveða að refsing l'alli niður að því er þau varðar. I 201. gr. hegningarlaganna eru sambærileg ákvæði og í 200. gr., en þar er brotaþoli barn eða ungmenni yngri en 18 ára sem er kjörbam, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða ungmenni, sem manni hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis. Eru viðurlögin allt að 6 ára fangelsi og allt að 10 ára fangelsi sé barn yngra en 16 ára. I 1. mgr. 202. gr. laganna segir að hver sem hefur samræði eða önnur kyn- ferðismök við barn, yngra en 14 ára, skuli sæta fangelsi allt að 12 árum. Önn- ur kynferðisleg áreitni varðar fangelsi allt að 4 árum. í 2. mgr. sömu greinar segir að hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir ungmenni á aldrinum 14-16 ára til samræðis eða annarra kynferðismaka skuli sæta fangelsi allt að 4 árum. í 204. gr. hegningarlaganna segir að hafi brot samkvæmt 201. eða 202. gr. verið framið í gáleysi um aldur þess er fyrir broti varð skuli beita vægari refsingu að tiltölu sem þó má ekki fara niður úr lægsta stigi refsivistar. 209. gr. hegningarlaganna hljóðar svo: Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en varðhaldi eða sektum ef brot er smávægilegt. Sérákvæðin í 200. til 202. gr. laganna um kynferðislega áreitni leiða til þess að ýmiss konar háttsemi önnur en káf og þukl á líkama falla nú undir ákvæðið, t.d. gægjur á glugga, berháttun og önnur strípihneigð, klúrt orðbragð í síma 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.