Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 16
Það ræðst af túlkun samnings, hvort framsalshafi fær í hendur allar þær heimildir, sem framseljandi átti, eða einungis hluta þeirra. Ef framsal er án nokkurra takmarkana, verður almennt að leggja til grundvallar, að framsalshafi öðlist öll þau réttindi, sem framseljandi átti, þ.m.t. viðbótarréttindi eins og veð og ábyrgð, ef á annað borð er um framseljanleg réttindi að ræða. Þegar seld er skrifleg skuldakrafa, sem ber vexti, fylgja ekki með þeir vextir, sem voru gjaldfallnir, áður en framsal átti sér stað, sbr. 20. gr. kpl. Samkvæmt þessu ákvæði er það afhendingardagurinn, sem ræður úrslitum, þegar skrifleg krafa er seld, sem afhenda á síðar.24 Sjá einnig lög nr. 20/1954. um vátrygg- ingarsamninga, 111.-112. gr. í 111. gr. er gert ráð fyrir því, að aðilaskipti geti orðið að líftryggingarskírteini fyrir framsal, og eru þá áhrif framsalsins þau, ef ekki er á annan veg samið, að framsalshafi öðlast öll þau réttindi gegn félaginu, sem samningurinn veitir. í 112. gr. ræðir um réttarstöðu aðila, þegar vátryggingartaki veðsetur kröfu sína og hefur tilnefnt annan mann sem rétthafa í sinn stað. Veðsetningin haggar þá ekki ánöfnuninni, en réttur veðhafa gengur fyrir rétti hins tilnefnda rétthafa, hafi vátryggingartaki ekki afsalað sér rétt- inum til afturköllunar ánefningarinnar. Gildir því annað um veðsetningu kröf- unnar en um framsal hennar, sbr. 111. gr.25 Þegar krafa er sett að veði, fær framsalshafi heimildir veðhafa yfir kröfunni og þeim viðbótarréttindum, sem fylgja með í framsalinu. Oft er nánar kveðið á um stöðu veðhafa í veðgemingi.26 Alitaefni er, hvort veðhafi megi hirða vexti af vaxtaberandi kröfu, sem hann hefur fengið að veði, þannig að vextimir komi til lækkunar á kröfu hans. Yfirleitt er talið, að hafi ekki verið samið sérstaklega um slíkar heimildir til handa veðhafa, öðlist hann ekki þennan rétt við veðsetninguna. Veðsetning kröfunnar tekur jafnt til höfuðstóls hennar sem og þeirra vaxta, er hún ber. Framsalshafi (veðhafi) fær þannig rétt til þess að ganga að vöxtunum, þegar hann eftir almennum reglum öðlast rétt til þess að ganga að veðinu. Hann á því tilkall til gjaldfallinna vaxta, að því tilskildu að þeir hafi ekki verið greiddir eða undanskildir við löglegt framsal. En almennt séð yrði veðhafi ~ Henry Ussing, K0b, bls. 26 og Obligationsretten, bls. 219 og 222. í 20. gr. kpl. segir, að kaupi maður skriflega skuldakröfu, sem beri vöxtu, þá séu með í kaupinu vextir þeir, sem á voru fallnir, en ekki komnir í gjalddaga, þá er kaup gerðust, eða á afhendingardegi, ef af- hending á síðar fram að fara en kaup. Ef það sjáist ekki af atvikum, að krafa hafi verið framseld sem óvís krafa, þá eigi kaupandi að greiða umfram kaupverðið og samtímis því svo mikið fé, sem vöxtunum svarar; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 77. Sjá nánar Olafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 44. Sjá nánar Olafur Lárusson. Kaflar úr kröfurétti, bls. 42 og Henry Ussing, Obligations- retten, bls. 222. I IV. kafla frumvarps til laga um samningsveð, sem lagt var fram á 116. lög- gjafarþingi 1992-1993, er að finna reglur um samningsveð í viðskiptabréfum, innlausnarbréfum og almennum fjárkröfum. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.