Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 16
Það ræðst af túlkun samnings, hvort framsalshafi fær í hendur allar þær
heimildir, sem framseljandi átti, eða einungis hluta þeirra. Ef framsal er án
nokkurra takmarkana, verður almennt að leggja til grundvallar, að framsalshafi
öðlist öll þau réttindi, sem framseljandi átti, þ.m.t. viðbótarréttindi eins og
veð og ábyrgð, ef á annað borð er um framseljanleg réttindi að ræða.
Þegar seld er skrifleg skuldakrafa, sem ber vexti, fylgja ekki með þeir vextir,
sem voru gjaldfallnir, áður en framsal átti sér stað, sbr. 20. gr. kpl. Samkvæmt
þessu ákvæði er það afhendingardagurinn, sem ræður úrslitum, þegar skrifleg
krafa er seld, sem afhenda á síðar.24 Sjá einnig lög nr. 20/1954. um vátrygg-
ingarsamninga, 111.-112. gr. í 111. gr. er gert ráð fyrir því, að aðilaskipti geti
orðið að líftryggingarskírteini fyrir framsal, og eru þá áhrif framsalsins þau,
ef ekki er á annan veg samið, að framsalshafi öðlast öll þau réttindi gegn
félaginu, sem samningurinn veitir. í 112. gr. ræðir um réttarstöðu aðila, þegar
vátryggingartaki veðsetur kröfu sína og hefur tilnefnt annan mann sem rétthafa
í sinn stað. Veðsetningin haggar þá ekki ánöfnuninni, en réttur veðhafa gengur
fyrir rétti hins tilnefnda rétthafa, hafi vátryggingartaki ekki afsalað sér rétt-
inum til afturköllunar ánefningarinnar. Gildir því annað um veðsetningu kröf-
unnar en um framsal hennar, sbr. 111. gr.25
Þegar krafa er sett að veði, fær framsalshafi heimildir veðhafa yfir kröfunni
og þeim viðbótarréttindum, sem fylgja með í framsalinu. Oft er nánar kveðið
á um stöðu veðhafa í veðgemingi.26
Alitaefni er, hvort veðhafi megi hirða vexti af vaxtaberandi kröfu, sem hann
hefur fengið að veði, þannig að vextimir komi til lækkunar á kröfu hans.
Yfirleitt er talið, að hafi ekki verið samið sérstaklega um slíkar heimildir til
handa veðhafa, öðlist hann ekki þennan rétt við veðsetninguna. Veðsetning
kröfunnar tekur jafnt til höfuðstóls hennar sem og þeirra vaxta, er hún ber.
Framsalshafi (veðhafi) fær þannig rétt til þess að ganga að vöxtunum, þegar
hann eftir almennum reglum öðlast rétt til þess að ganga að veðinu. Hann á
því tilkall til gjaldfallinna vaxta, að því tilskildu að þeir hafi ekki verið
greiddir eða undanskildir við löglegt framsal. En almennt séð yrði veðhafi
~ Henry Ussing, K0b, bls. 26 og Obligationsretten, bls. 219 og 222. í 20. gr. kpl. segir,
að kaupi maður skriflega skuldakröfu, sem beri vöxtu, þá séu með í kaupinu vextir þeir, sem
á voru fallnir, en ekki komnir í gjalddaga, þá er kaup gerðust, eða á afhendingardegi, ef af-
hending á síðar fram að fara en kaup. Ef það sjáist ekki af atvikum, að krafa hafi verið framseld
sem óvís krafa, þá eigi kaupandi að greiða umfram kaupverðið og samtímis því svo mikið fé,
sem vöxtunum svarar; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 77.
Sjá nánar Olafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 44.
Sjá nánar Olafur Lárusson. Kaflar úr kröfurétti, bls. 42 og Henry Ussing, Obligations-
retten, bls. 222. I IV. kafla frumvarps til laga um samningsveð, sem lagt var fram á 116. lög-
gjafarþingi 1992-1993, er að finna reglur um samningsveð í viðskiptabréfum, innlausnarbréfum
og almennum fjárkröfum.
82