Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 58
U 1981 409 Ofangreindur dómur er nefndur til samanburðar, en samkvæmt dóminum braust 27 ára gamall maður inn á bamaheimili og átti önnur kynferðismök en samræði við 4 ára gamla stúlku. Ákærði var dæmdur í 3 ára fangelsi, en nrinnihluti vildi dæma ákærða í fangelsi í 2 ár og 6 mánuði. 5. LOKAORÐ Hér hefur verið fjallað mjög almennt um kynferðisbrot og reynt að upplýsa hvernig meðferð þessara mála er háttað hér á landi. Vonandi má af greininni sjá hversu vandmeðfarinn þessi málaflokkur er, sérstaklega sönnunarþátturinn. Þeir sem fjalla um mál þessi sjá að brotaþolum er það mikil raun að þurfa að mæta fyrir dómi og skýra frá reynslu sinni. Lagt er til að nú þegar verði hugað að réttarstöðu fórnarlamba kynferðisbrota og þeim tryggður réttur til málsvara með svipuðum hætti og tíðkast í dönskum rétti. I grein Jónatans Þórmundssonar, prófessors, um kynferðisbrot í Úlfljóti, 1. tölublaði 1989, segir á bls. 35 að algengasta refsing fyrir nauðgun sé óskil- orðsbundið fangelsi í 12-18 mánuði. Skoðun á dómum, sem fallið hafa nýlega, bendir til þess að refsingar fyrir kynferðisbrot hafi þyngst á allra síðustu árum og lætur nærri að segja megi að algengasta refsing fyrir nauðgun sé nú 18- 24 mánaða fangelsi. Ekki er að sjá að slakað hafi verið á kröfum um sönnun nema síður sé eins og dómareifanir hér að framan sýna, enda örðugt um vik að óbreyttum lögum. Þá má fullyrða að fjárhæð miskabóta, sem dæmdar hafa verið undanfarið, hefur hækkað og nú er starfandi nefnd sem fjallar um það hvort æskilegt sé að tekin sé upp ríkisábyrgð á greiðslum miskabóta til fórnarlamba kynferðis- brota. Að lokum má benda á það, að ef til vill geta dómarar einna best svarað gagnrýni á störf sín með því að benda á ákvæði 61. gr. stjómarskrár íslenska lýðveldisins, þar sem segir að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Heimildir: Ásdís J. Rafnar, Um afbrotið nauðgun, Úlfljótur, 1.-2. tbl. 1980. Jónatan Þórmundsson, Unt kynferðisbrot, Úlfljótur, 1. tbl. 1989. Knud Waaben, Det Kriminelle Forsæt, 5. útg., Danmörk, 1991. Stephan Hurwitz, Kriminalret, specielle del, 5. útg., Kaupmannahöfn 1970. 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.