Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 8
hljóðan veðskuldabréfsins, eru þegar af þeirri ástæðu ekki skilyrði til að leyfa framgang hins umbeðna uppboðs.1 Sjá hins vegar Hrd. 1987 388 (Stóðhestar). Eftir að til skuldarsambands hefur stofnast, geta orðið aðilaskipti að kröfu- réttindunum, rétt eins og öðrum eignarréttindum, þ.e.a.s. nýr kröfuhafi getur komið í stað hins upprunalega kröfuhafa og eins getur nýr skuldari komið í stað fyrri skuldara. I kröfurétti gildir sú meginregla, að skuldari getur ekki án samþykkis kröfuhafa sett annan skuldara í sinn stað með samningi. Gagnstæð regla gildir hins vegar um kröfuhafaskipti. Meginreglan er þar sú, að kröfuhafaskipti geta átt sér stað án samþykkis skuldara og með hverjum þeim hætti, sem leitt getur til aðilaskipta að eignarréttindum, svo sem fyrir afsalsgerninga, erfðir, dánar- gjafir, aðfarargerðir skuldheimtumanna og við gjaldþrot kröfuhafa. Með samn- ingi við skuldara er hægt að stofna nýja kröfu, sem kemur í stað þeirrar fyrri. Slík „novation“ felur ekki í sér aðilaskipti að kröfuréttindum, heldur stofnun nýrrar kröfu.2 1.2 Stofnast nýtt skuldarsamband? Um það hefur verið nokkur ágreiningur með fræðimönnum, hvort unnt sé að tala um aðilaskipti að kröfuréttindum í þessu sambandi. Hafa sumir fræði- menn viljað halda því fram, að nýtt réttarsamband stofnist, t.d. danski fræði- maðurinn Carl Goos (1835-1917). Rök hans voru þau, að aðild væri eitt af megineinkennum sérhvers skuldarsambands og einkennandi fyrir það, og því þýddi sérhver breyting á aðildinni það, að nýtt réttarsamband hefði stofnast í millum annarra aðila. Ohætt er að segja, að framangreindu sjónanniði Goos hafi verið hafnað í norrænni lögfræði í seinni tíð, þó svo að sjónarmið hans hafi nokkuð til síns máls. Fyrst er þess að geta, að hið nýja skuldarsamband svarar að öllu leyti til hins upprunalega sambands, með þeirri einu breytingu, að kominn er nýr kröfuhafi í stað hins upphaflega. Hinn nýi kröfuhafi byggir rétt sinn á rétti 1 Sjá nánar Henry Ussing, Obligationsretten, Almindelig del, Kaupmannahöfn 1961, bls. 374 o. áfr. Sjá og til athugunar Hrd. 1981 182 (Mývatnsbotnsmál), en þar sagði m.a.: „Ábúendur umræddra tveggja jarða beina kröfum sínum að ríkinu, sem að því leyti, sem hér skiptir máli, telst vera eigandi jarðanna. Sem vamaraðili mótmælir ríkið eignarréttartilkalli því, sem fyrr- greindir ábúendur hafi uppi vegna ábýlisjarða sinna. Það er andstætt meginreglum réttarfars um aðild að dómsmálum, að hafðar séu með þessum hætti uppi kröfur af hendi ríkisins gegn þvf sjálfu, sem mótmælir sem varnaraðili, að kröfurnar nái fram að ganga. Ber af þessum ástæðum að ómerkja hinn áfrýjaða dóm að því er varðar Skútustaði I og Skútustaði II og vfsa málinu frá héraðsdómi að því er varðar kröfugerð af hendi ábúendanna ...“. - Sjá nánar Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 209; Bernhard Gotnard, Obligationsret 3. hefti, Kaupmannahöfn 1993, bls. 67 (hér eftir nefnt Obligationsret); Þorgeir Örlygsson, Skuldaraskipti. Tímarit lögfræðinga, 1. hefti, 42. árg. 1992, bls. 20-22. 74

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.