Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 23
stundum þarf að hafna leið og fara til baka. Þetta á líka við um hugtakið „nátt- úrurétt", þótt í sögu þess megi greina samfellda hrynjandi. Ef einhvern tíma verður komist á leiðarenda, þá verður hægt að kortleggja hina réttu leið og sleppa útúrdúrunum. Yerk Johns Finnis hlýtur að teljast alvarleg tilraun í þá átt þótt ekki hafi hann haft fullnaðarsigur. Eitt helsta ásteytingsefnið eru tengsl laga og siðferðis. Hvernig komast nátt- úruréttarmenn að þeirri niðurstöðu að þama séu órofa tengsl á milli? Að sýna fram á það er einn stærsti vandi þeirra. Því er haldið fram að þessi niðurstaða fáist með ógildri rökfærslu, sem sagt þeirri að „eitthvað á að gera“ leiði af því að „eitthvað er“. Staðreyndir eins og 'vatn er blautt' verði sannaðar og séu óumdeilanlegar, en það eigi ekki við um siðferðilega fullyrðingu eins og 'það er rangt að eyða fóstri'. Náttúruréttarmenn hafa reynt að leiða slíka gildisdóma af staðreyndum um mannlega hegðun, eins og að segja: 'það er í eðli mannsins að fjölga sér, þannig er hann gerður, þess vegna á hann að gera það, það er and- stætt mannlegu eðli að eiga ekki börn'. Af þessu er síðan leiddur gildisdómur eins og 'notkun getnaðarvarna og fóstureyðingar eru rangar'. Náttúruréttur hafði ráðið rtkjum í nokkrar aldir þegar heimspekingurinn David Hume færði rök fyrir því að ályktun af þessu tagi stæðist ekki og kenningar hans höfðu mikil áhrif á gagnrýnendur náttúruréttar eins og áður hefur verið vikið að. Þeir halda því fram að rökleiðsla af þessu tagi rugli saman náttúrulögmálum, sem upplýsa okkur um 'hvað á sér stað' og siðferðis- eða lagareglum, sem mæla fyrir um 'hvað eigi að gera'.87 Þótt ekki verði deilt um það að ýmsir kennismiðir náttúruréttar hafi byggt á rökfærslum af framangreindu tagi, þá hafnar til dæmis John Finnis bæði sjálfur þessari leið og hafnar því að gagnrýni af þessu tagi geti átt við Tómas frá Akvínó. Tómas segi að til þess að uppgötva hvað sé rétt og hvað sé rangt spyrji maður hvað sé skynsamlegt, en ekki hvað sé í samræmi við mannlegt eðli. Og „þessi leit leiði mann að lokum aftur til fyrstu frumreglna viturleikans, sem séu upprunalegar, og vísi ekki til mannlegrar náttúru heldur til mannlegra gæða“.88 Hann leiðir ennfremur lfkur að því að ástæður vinsælda þessara gagnrýnisraka megi m.a. rekja til orðsins „náttúruréttur“. Orðið sjálft geti komið mönnum til að halda að öll viðmið í kenningum um náttúrurétt séu byggð á fullyrðingum um náttúruna, mannlega náttúru eða aðra. Þá bendir hann á að Tómas frá Akvínó skrifi bæði um guðfræði og siðfræði og að gagnrýnendur hans gæti þess ekki alltaf að lesa texta hans nægilega gaumgæfilega. Tómas geri sjálfur skarp- an greinarmun á því sem sé í samræmi við skynsemina og því sem sé í samræmi við mannlegt eðli, en slengi þessu ekki saman eins og gagnrýnendur hans. 87 Sjá Lloyd, sama rit, bls. 93 o. áfr. Þessi röksemdafærsla í siðfræði er á ensku kölluð „the naturalistic fallacy". Lloyd telur að hana megi rekja allt aftur til Rómarréttar, sama rit, bls. 108. 88 Finnis, sama rit, bls. 36, sjá nánar bls. 34-36. 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.