Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 49
heldur en ekki ef vafi leikur á um hvort þeirra sé þörf. Ber þá auðvitað einnig að hafa í huga að réttarfarslög gera sérstaklega ráð fyrir þeim möguleika að þeir séu tilkvaddir til styrktar starfsemi dómstólanna að því er telja verður. 10. NIÐURSTÖÐUR í STUTTU MÁLI Meginniðurstöður þess sem að framan er rakið eru þær að dómstóll eigi ekki að beita sérþekkingu til þess að framkvæma skoðunargerðir eða matsgerðir eða til að breyta þeim skoðunargerðum eða matsgerðum sem fyrir liggja í málinu. Þegar þarf að ákveða sönnunargildi sérfræðiskýrslna eða túlka eða beita laga- reglu annars þar sem nauðsyn er á sérfræðiþekkingu er rétt að dómur hafi yfir að ráða slíkri þekkingu. Tekið skal þó fram að skilin á milli túlkunar og beit- ingar laga annars vegar og þess hvort verið sé að leggja grundvöll að nýjum staðreyndum hins vegar eru ekki ávallt glögg. Dómari hefur víðar heimildir til að kveðja til sérfróða meðdómsmenn. Ef hann er í vafa hvort skilyrðið um „nauðsyn sérkunnáttu" sé fyrir hendi er ekki óeðlilegt að hann kveðji þá í dóm. Einnig er eðlilegt að embættisdómari gefí sérfróðum meðdómsmönnum al- mennar leiðbeiningar um það innan dómsins hvernig þekkingu þeirra skuli beitt í tilteknu máli. Það er meginniðurstaða þessarar greinar að íslenska meðdómsmannakerfið standist fyllstu réttarfarskröfur og að það sé ekki síður tii þess fallið að ná því markmiði að stuðla að réttri dómsúrlausn heldur en réttarfarsreglur margra annarra þjóða. Vandi er hins vegar í því fólginn að beita sérfræðiþekkingu meðdómsmanna rétt við meðferð og úrlausn dómsmála. 291

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.