Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 49
heldur en ekki ef vafi leikur á um hvort þeirra sé þörf. Ber þá auðvitað einnig að hafa í huga að réttarfarslög gera sérstaklega ráð fyrir þeim möguleika að þeir séu tilkvaddir til styrktar starfsemi dómstólanna að því er telja verður. 10. NIÐURSTÖÐUR í STUTTU MÁLI Meginniðurstöður þess sem að framan er rakið eru þær að dómstóll eigi ekki að beita sérþekkingu til þess að framkvæma skoðunargerðir eða matsgerðir eða til að breyta þeim skoðunargerðum eða matsgerðum sem fyrir liggja í málinu. Þegar þarf að ákveða sönnunargildi sérfræðiskýrslna eða túlka eða beita laga- reglu annars þar sem nauðsyn er á sérfræðiþekkingu er rétt að dómur hafi yfir að ráða slíkri þekkingu. Tekið skal þó fram að skilin á milli túlkunar og beit- ingar laga annars vegar og þess hvort verið sé að leggja grundvöll að nýjum staðreyndum hins vegar eru ekki ávallt glögg. Dómari hefur víðar heimildir til að kveðja til sérfróða meðdómsmenn. Ef hann er í vafa hvort skilyrðið um „nauðsyn sérkunnáttu" sé fyrir hendi er ekki óeðlilegt að hann kveðji þá í dóm. Einnig er eðlilegt að embættisdómari gefí sérfróðum meðdómsmönnum al- mennar leiðbeiningar um það innan dómsins hvernig þekkingu þeirra skuli beitt í tilteknu máli. Það er meginniðurstaða þessarar greinar að íslenska meðdómsmannakerfið standist fyllstu réttarfarskröfur og að það sé ekki síður tii þess fallið að ná því markmiði að stuðla að réttri dómsúrlausn heldur en réttarfarsreglur margra annarra þjóða. Vandi er hins vegar í því fólginn að beita sérfræðiþekkingu meðdómsmanna rétt við meðferð og úrlausn dómsmála. 291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.