Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Side 16
þingsköp Alþingis þar sem segir: „Forseti ber ábyrgð á rekstri Alþingis og hefur æðsta vald í stjórnsýslu þess“. Hér er kveðið að með ótvíræðum hætti. Hvað merkir þá að forsætisráðuneyti fari með málefni sem varða Alþingi eins og mælt er fyrir í 4. tölul. 2. gr. reglugerðar um Stjórnarráð íslands? Ljóst er að forsætisráðuneytið getur ekki í krafti þessa reglugerðarákvæðis tekið sér vald sem gefur því rétt til íhlutunar um innri málefni Alþingis. Það gefur hins vegar auga leið að ýmis konar málefni sem varða Alþingi með formlegum hætti hljóta eðli máls samkvæmt að koma til kasta framkvæmdarvaldsins. Alþingi starfar í tengslum við aðrar stjórnarstofnanir og eðlilegt er að ýmislegt komi upp á í þeim samskiptum sem taka þarf til formlegrar meðferðar og afgreiðslu innan stjórnkerfisins. Sem dæmi mætti nefna að forsætisráðherra undirritar lög sem varða Alþingi, svo sem þingskapalög. Auk þess hefur forsætisráðuneytið á hendi framkvæmd ýmissa stjórnskipulegra athafna sem því eru falin í stjórnarskránni í umboði forseta Islands, svo sem birting auglýsinga um samkomudag Alþingis, um frestun á fundum þess og að það skuli koma saman til funda. Slíkum framkvæmdum fylgir ekkert boðvald gagnvart Alþingi. Á boðvaldi og umsýslu er að sjálfsögðu reginmunur. Hafa verður í huga að stjórnsýsla Alþingis stóð ekki styrkum fótum þegar lögin um Stjórnarráðið og stjórnarráðsreglugerðin voru sett. Lagaákvæði sem lutu að stjórnsýslu Alþingis voru auk þess fá og óljós og ekki til þess fallin að renna styrkum stoðum undir sjálfstæði stofnunarinnar. Má því ætla að sá atbeini sem Alþingi naut af hálfu forsætisráðuneytisins á þessum árum í sambandi við fjárhagsleg málefni sín hafi ekki síst helgast af þeim aðstæðum og sjálfsagt verið staðfesting á ríkjandi ástandi mála þegar stjórnarráðslögin og reglugerðin tóku gildi 1969. Allt horfir þetta öðru vísi við í dag. Staða Alþingis er allt önnur og hefur eflst til mikilla muna á undanförnum árum. Allar forsendur sem lúta að stjórnsýslu- legu sjálfstæði Alþingis eru nú til staðar, eins og löggjöfin sem sett hefur verið um starfsemi Alþingis og stjórnsýslu þess ber ljóst vitni. Löngu er orðið tímabært að leiða þennan ágreining Alþingis og oddvita framkvæmdarvaldsins til lykta. Þessari umræðu er fyrir löngu lokið í nágranna- ríkjum okkar. Þar eru ekki bornar brigður á stjórnsýslulegt sjálfstæði þinganna gagnvart framkvæmdarvaldinu. Niðurstaðan hlýtur að verða sú sama hér á landi. 10

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.