Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Page 40
H 14. mars 1996, mál nr. 410/1994 Bú Einars Guðfinnssonar hf. var tekið til gjaldþrotaskipta þann 15. febrúar 1993, en frestdagur við skiptin var 22. október 1992. Fyrir frestdag hafði Einar Guðfinnsson, einn fyrrverandi aðaleigandi fyrirtækisins, myndað inneign á viðskiptareikningi sínum við félagið með beinum greiðslum inn á reikninginn og með færslu hluta af launum sínum inn á hann. Innistæðu viðskiptareikningsins var svo varið til greiðslu á kröfum félagsins á hendur tveimur sonum og tveimur bræðrum Einars, sem hafði þannig tekið kröfur félagsins á hendur skyldmennum sínum sér til eignar og jafnað þær út gagnvart félaginu með skulda- jöfnuði. Greiðslunni var rift á grundvelli 1. mgr. 134. gr. gþl. enda var talið ósannað að um greiðslu með þessum hætti hafi verið samið þegar í upphafi. 2.3.2 Afhending lausafjár Afhending lausafjár hefur oftast verið talin vera óvenjulegur greiðslueyrir. Sama hefur þótt gilda um það er tegundarákveðnar vörur eru afhentar til greiðslu á skuldum þrotamanns. Það hefur ekki þótt skipta máli í þessu sambandi þótt markaðsvirði varanna verði talið sannanlega jafnmikið og skuldbindingin sem þannig er greidd. Til eru margir dómar þar sem greiðslu skuldar með afhendingu lausafjár hefur verið rift. H 1986 1492 I þessum dómi var rift greiðslu á skuld sem krafist hafði verið fjárnáms fyrir, en skuldin var greidd með tveimur bifreiðum. Um var að ræða peningakröfu vegna kaupa Vörðufells hf. á sprengiefni sem greitt var fyrir með víxlum sem síðar lentu í vanskilum. Afsal vegna bifreiðanna var gefið út hálfum mánuði áður en Vörðufell hf. fékk heimild til greiðslustöðvunar. Talið var að um óvenjulegan greiðslueyri væri að ræða og riftun staðfest. Vísað var til þess að Vörðufell hf. hefði aldrei áður greitt skuldir sínar við stefnda með því að afhenda bifreiðar eða önnur tæki og þegar skulda- skilin fóru fram átti Vörðufell hf. ekki reiðufé til greiðslu skuldarinnar. H 1988 340 Fallist var á kröfu um riftun á greiðslu peningakröfu, sem innt var af hendi með bifreið og var talið að um óvenjulegan greiðslueyri væri að ræða. H 1990 728 Samkvæmt verksamningi við auglýsingagerð var greiðslu sem innt var af hendi með afhendingu á sjónvarpstæki og myndbandstækjum rift þar sem talið var að um óvenjulegan greiðslueyri á peningakröfu væri að ræða. I máli þessu var því hafnað að fyrri greiðsla á sama ári með sambærilegum greiðslueyri, ætti að leiða til þess að hin riftanlega greiðsla á skuld gæti talist venjuleg eftir atvikum. H 1991 1166 Greiðsla á peningakröfu prentsmiðju með hljómflutningstækjum var rift þar sem talið var að greitt hafi verið með óvenjulegum greiðslueyri. 34

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.