Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Qupperneq 50

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Qupperneq 50
hann hafði þurft að greiða. í Hæstarétti var það tekið fram að um fasteignaviðskipti hafi verið að ræða og að veðskuldabréf væru algengur og venjulegur greiðslueyrir í fasteignaviðskiptum. „Eins og á stóð verður ekki talið að umrætt veðskuldabréf, enda þótt það sé útgefið af þriðja aðila, hafi verið óvenjulegur greiðslueyrir í þessum viðskiptum þannig að riftanlegt sé samkvæmt 1. mgr. 54. gr. gjaldþrotalaga". Riftun greiðslunnar var því hafnað. í öðru Iagi má benda á að í nokkrum dómum hefur verið fallist á að annars riftanleg greiðsla geti verið venjuleg eftir atvikum ef með henni er gerð heiðar- leg tilraun til að rétta af rekstur þrotamanns og bjarga honum frá gjaldþroti.19 Mörkin hér á milli eru þó ekki skýr og í öðrum dómum hefur ekki verið fallist á slíka málsástæðu. Bæjarþing Reykjavíkur 23. maí 1989, mál nr. 20511/1988 Ferðaskrifstofan Terra hf. hafði gert samning um sölu á farmiðum Flugleiða hf. og bar ferðaskrifstofunni að greiða Flugleiðum hf. andvirði allra seldra farseðla á ákveðnum gjalddögum. Um mánaðamótin október nóvember 1987 var Terra hf. komin í veru- lega skuld við Flugleiðir hf. og tók félagið þá til þess ráðs að taka alla farseðla úr vörslu ferðaskrifstofunnar og loka þannig fyrir áframhaldandi farmiðasölu hennar. Terra hf. greiddi Flugleiðum hf. umtalsverða fjárhæð úr sjóðum sínum til að fá að halda áfram sölu farseðla í nóvember 1983. Terra hf. var úrskurðuð gjaldþrota þann 29. febrúar 1988 og krafðist skiptastjóri riftunar á umræddri ráðstöfun á grundvelli 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978. Dómurinn taldi að um væri að ræða greiðslu skuldar í skilningi gjaldþrotalaga. Þar sem ætla þótti að greiðslan hafi gefið möguleika á að auka gjaldfærni fyrirtækisins og upplýst var að á þessu tímabili hafi verið gerð tilraun til að rétta við rekstur ferða- skrifstofunnar, þótti þegar allt var virt að greiðslan hafi verið venjuleg eftir atvikum og því var ekki fallist á kröfu um riftun á grundvelli 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978. Á þeirri málsástæðu, að ráðstafanir hafi beinst að því að koma rekstri á réttan kjöl, hefur verið byggt í nokkrum málum án þess að á hana hafi verið fallist. Því 19 Sjá einnig til hliðsjónar H 1994 2814, en í málinu var krafist riftunar á grundvelli 61. gr. laga nr. 6/1978 á samningi sem Lindalax hf. gerði þann 10. maí 1989 við fyrirtækið Vatnsleysu sf. um kaup á hlutabréfum Vatnsleysu sf. í Lindalaxi hf. og breytingar á leigugjaldi um land vegna laxeldisstöðvar Lindalax hf. Greiddi Vatnsleysa sf. hlutafjárloforð sitt með framsali á lands- og veituréttindum fyrir laxeldisstöð félagsins. Lindalax hf. var tekinn til gjaldþrotaskipta í desember 1989. Skiptastjóri byggði kröfu sína um riftun m.a. á því að með sölu hlutabréfanna og breytingu leigugreiðslna samkvæmt samningnum hafi stefndu með ótilhlýðilegum hætti verið afhent verðmæti á kostnað annarra kröfuhafa þar sem Vatnsleysa sf. hafi við gerð samningsins vitað eða mátt vita að félagið átti ekki fyrir skuldum. Hæstiréttur féllst ekki á riftun. Ekki var talið að afhent hafi verið verðmæti á kostnað annarra kröfuhafa þar sem í kjölfar samningsins hafi verið veitt auknu hlutafé tii fyrirtækisins, en samningurinn hafi verið forsenda þeirrar aukningar. Samningurinn hafi því verið gerður með endurskipu- lagningu félagsins í huga og ráðamönnum félagsins hafi þótt hann hagstæður á þeim tíma sem hann var gerður. Var einkum tekið tillit til þess að hér var um að ræða fyrirtæki sem verið var að koma á laggirnar. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.