Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 4
dómara varðar myndi dómsmálaráðherra, sem veitingarvaldið hefur, og væntan- lega umsagnamefnd unt dómarastöður meta jafngildið. Lagadeild Háskóla Islands hefur þannig ekki einkarétt til þess að útskrifa embættisgenga lögfræðinga en hins vegar þá stöðu að nám þar er lagt til grund- vallar þegar meta skal gildi lagaprófs frá öðrum skólum. A haustmisseri árið 2000 voru 186 nemendur í lagadeild Háskóla íslands á fyrsta ári, 45 á öðru ári og 39 á fimmta ári, eða síðasta námsárinu. Á haustmisseri 2001 vom 222 nemendur á fyrsta ári, 64 á öðru ári og 37 á fimmta ári. Hlutfall þeirra sem heltast úr lestinni á fyrsta ári er hátt og sýnist samkvæmt þessum tölum vera um 65% þeirra sem innrituðust haustið 2000. Svona mun þetta hafa verið mörg undanfarin ár og skyldi ætlað að þetta hefði leitt til skorts á lög- fræðingum í landinu. Sé sá skortur fyrir hendi er hann engan veginn áberandi. Vísir menn segja að þrjú ríki skeri sig úr ríkjum heims að því er varðar fjölda lögfræðinga á íbúa, þ.e. Bandaríkin, ísrael og Island. Island mun hins vegar vera harla nálægt flokki svokallaðra þróunarlanda þegar litið er til tæknimenntunar. Sé svo að við búum við skort á lögfræðingum og menntun í lögfræði þá em lflcur á að fljótlega verði úr honum bætt. Háskólinn í Reykjavík, sem er ríkis- styrktur einkaskóli, hefur nú auglýst með pompi og prakt að hann muni taka upp kennslu í lögum á hausti komanda með það að markmiði að útskrifa embættisgenga lögfræðinga. I Morgunblaðinu 16. mars sl., þar sem háskólar á Islandi kynna starfsemi sína, segir m.a. eftirfarandi í kynningu Háskólans í Reykjavík: Við lagadeild HR verður boðið metnaðarfullt og nútímalegt laganám sem miðar að því að útskrifaðir nemendur verði framúrskarandi lögfræðingar sem geti skipað sér í fremstu röð á sínu sviði. I viðtali við Morgunblaðið 3. mars sl. segir forseti lagadeildar HR, aðspurður um hvemig skipulagningu laganámsins verði háttað, m.a. þetta: Laganámið við HR skiptist annars vegar í 3 ára grunnnám til BA-gráðu í lögfræði og hins vegar í framhaldsnám/meistaranám til meistaragráðu. í 90 eininga frumnámi verða kenndar helstu megingreinar lögfræðinnar. Auk þeirra greina sem nú eru kenndar sem skyldugreinar við lagadeild Háskóla Islands munum við kenna greinar eins og félagarétt, samkeppnisrétt, höfunda- og einkaleyfarétt, Evrópurétt, skattarétt, vinnumarkaðsrétt, tölvulögfræði og verðbréfaviðskiptarétt. Þessu til viðbótar er rétt að nefna að við munum leggja verulega áherslu á að tengja námið við raunhæf úrlausnarefni eða verkefni, t.d. verja nemendur þremur vikum af skólatíma sínum á hverri vorönn í raunhæf verkefni undir leiðsögn kennara eða annarra sérfræðinga. Þá segir áfram í viðtalinu: Ráðgert er að taka allt að 75 nemendur inn í deildina næsta haust. Þórður [forseti deildarinnar] segir að inntökuskilyrði í námið verði stúdentspróf eða sambærilegt próf. 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.