Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Qupperneq 5

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Qupperneq 5
Stefna HR hefur verið og er að þeir nemendur sem inngöngu fá í skólann standist þær kröfur sem skólinn gerir til nemenda. ... Þá vil ég að gefnu tilefni undirstrika að síst verða gerðar minni kröfur til nemenda en gerðar eru við aðra háskóla hér á landi. Forseti deildarinnar kveðst síðar í viðtalinu ekki óttast mikið brottfall nem- enda og segir þar um: í mínum huga er hátt brottfall í háskóla mikill áfellisdómur sem kallar á gagnrýna endurskoðun á kennslu og vinnubrögðum nemenda. Við sem störfum við lagadeild- ina munum leggja okkur öll fram í þjónustu okkar við nemendur og ég er þess full- viss að nemendur okkar munu leggja sig alla fram eins og nemendur við aðrar deildir háskólans hafa gert. Fram kemur í viðtalinu að skólagjöld á fyrstu önn verði 89.000 kr. Þá segir deildarforsetinn enn í viðtalinu eftirfarandi: Nám við lagadeild HR verður fullgilt laganám og óhætt að staðhæfa að þeir sem ljúka meistaraprófi frá lagadeild HR munu hafa næga menntun til að gegna störfum lögmanna og dómara. Þessi yfirlýsing verður varla skilin öðruvísi en svo að stefnt sé að námi sem standist námi í lagadeild Háskóla Islands snúning og sé jafngilt því. Þess vegna skýtur nokkuð skökku við þegar deildarforsetinn telur nauðsynlegt að breyta lögum um rétt lögfræðinga til þess að starfa sem lögmenn og dómarar. Það ætti að vera óþarft sé mark takandi á yfirlýsingum sem frá lagadeild HR hafa komið. Nýlega var frá því sagt í fjölmiðlum að þó nokkuð á annað hundrað manns hefðu sótt um inngöngu í lagadeild HR og væntanlega sæktu fleiri. Samkvæmt orðum deildarforsetans verður blíðlega tekið á móti þessum hópi, a.m.k. 75 þeirra sem í honum eru, og óþarft að óttast að margir nemendur heltist úr lest- inni. Þessir nemendur verða tæpast felldir af sömu hörkunni og viðgengist hefur í lagadeild Háskóla Islands. Réttmætt kann að vera að spyrja sem svo hvort þar kunni að hafa einhver áhrif að nemendur verða að greiða drjúgan skilding, alla vega á mælikvarða þeirra sjálfra, fyrir að fá að stunda nám í deildinni. Yfirleitt tíðkast ekki að amast við þeim sem greiðir manni fé í viðskiptum. Það er greini- lega ekki heldur tekið illa á móti þeim sem við deildina ætla að kenna því að þar geta menn orðið prófessorar, eins og hendi sé veifað að því er virðist, og þurfa ekki að fara eftir því langa og leiðinlega ferli sem þeir verða að gera sem sækja um stöðu prófessors við lagadeild Háskóla Islands. Það er vel skiljanlegt að sá sem vill ryðja sér til rúms, eins og lagadeild HR, þurfi að auglýsa sig og kynna. Enn sem komið er verður að telja töluverðan galla á kynningunni að í henni hefur hvergi komið fram, svo séð verði, hverjar kröfur verða gerðar til nemenda, hvaða próf þeir þurfa að standast og hvemig, enda þótt að nemendum sé eflaust gerð grein fyrir því í upphafi. Auglýs- ingamar og viðtölin ein og sér gætu fengið menn til þess að trúa því að eftir 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.