Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 9
þetta tekið fram berum orðum.3 Þetta gerir löggjafinn með því að fulltrúar löggjafarþingsins eru kosnir lýðræðislega og þeir hafa síðan áhrif á það, beint eða óbeint, hverjir fari með framkvæmdavald og jafnvel dómsvald. Sett lög í víðtækasta skilningi, sem er fyrirferðarmesta og mikilvægasta réttarheimildin, eru þannig löghelguð lýðræðislega, að minnsta kosti formlega. Þótt löggjafinn hafi viss áhrif á skipan og stöðu dómsvaldsins hefur það sérstöðu sem bundin er í stjómarskrá. Vegna hennar, meðal annars sjálfstæðis þess gagnvart öðrum stjómarstofnunum ríkisins, liggur ekki í augum uppi hverjar séu hinar lýðræðislegu valdheimildir, eða nánar tiltekið hvert dómstólar sækja heimildir sínar til að setja reglur eða skapa rétt. Þetta er meginástæðan fyrir tregðu á að viðurkenna þátt dómstóla í að setja almennar reglur - þá skorti sambærilegt umboð og löggjafinn hafi og verði því að leita uppi ætlan löggjafans.4 Með því að dómstólar taki sér slíkt vald sé réttaröryggi skert vegna afturvirkni dóma sem kunni að leiða til réttaróvissu; þá sé farið framhjá því lýðræðislega ferli sem lög eigi að fylgja áður en til samþykktar kemur auk þess sem það brjóti gegn þrígreiningu ríkisvaldsins. 3. UM LAGASETNINGU Nauðsynlegt er að gera hér nokkra grein fyrir þeirri réttarheimild sem stafar frá löggjafanum - settum lögum, en síðan verður vikið að dómstólunum og því hvemig réttarheimildimar horfa við þegar þeir móta eða setja reglur. Á miðöldum var sú hugmynd ríkjandi að lögin væm óaðskiljanlegur hluti tilverunnar; þau væm eilíf og óumbreytanleg - viðfangsefni hinna lögvísu væri að leiða þau í Ijós þegar skera þyrfti úr tilteknum afmörkuðum ágreiningi. Sú hugmynd að lög væm valdboð færð í reglur, sem hefðu almennt gildi, þau geymdu nýmæli í lögum og væm sett með vitund og vilja, birtist fyrst með skýmm hætti í Evrópu seint á 11. öld, eftir umrót germönsku þjóðflutninganna á 2.-6. öld e. Krist og hran Vest-Rómverska ríkisins. Þetta mátti kalla byltingu í stjómarháttum Evrópuþjóða. Vísi að lagasetningu má þó finna fyrr, en ein- ungis sem áfanga á langri vegferð. Upphaf þessarar byltingar hefur verið miðað við það þegar Gregor páfi VII. gaf út hið fræga plagg Dictatus papae, þar sem mörkuð var umbótastefna kirkj- unnar sem hafði það að meginmarkmiði að frelsa kirkjuna undan hvers konar veraldarvaldi og siðbæta hana á öllum sviðum. Hér áskildi páfi sér meðal annars óskorað vald til lagasetningar í samræmi við þarfir á hverjum tíma. Með þessu varð stjóm öll liðugri en undir hinum fomu venjuhelguðu lögum og féll 3 „AU offentlig makt i Sverike utgár frán folket". Stjómarskrá Svíþjóðar (Regeringsformen), 1. gr. „Folket ud0ver den lovgivende Magt ved Stortinget [...]“. Stjómarskrá konungsríkisins Noregs (Kongeriget Norges Grundlov), 49. gr. „Statsmakten i Finland tilkommer folket som företradas av dess till riksdag församlada representatiori*. Stjómarskrá Finlands (Regeringsform för Finland), 2. gr. Ftliðstæðar yftrlýsingar em hvorki í stjómarskrám Danmerkur né Islands, en er óskráð meginregla svo sem ráða má af öðmm ákvæðum. 4 Hart: The Concept of Law, bls. 135-36. 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.