Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Qupperneq 12

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Qupperneq 12
í Jónsbók segir meðal annars: Ef maður hrífur rnann svo að blæðir, eða klýpir svo að blátt er, eða lýstur mann pústur eða hnefahögg, eða ryskjast menn eða berjast með hnefum, eða með hverjum hætti hann fellir mann af baki, þá er hann ríður, eða eys eldi á mann, svo að hann brennur eða klæði hans, og svo ef maður stingur öxarskafti eða spjótsskafti á manni með heiftugri hendi, bæti þeir er misgerðu eftir vi manna dómi sín á milli, en konungi hálfa mörk fyrir hverja grein þessa. En um blak allt, og svo ef maður hrindir manni eða drepur hross undir honum, og svo ef hrindir eða hnykkir tii sín eða frá, eða á hverja lund er maður fellir mann, eða hnykkir hetti að hálsi manni, eða rífur klæði af manni, eða byrgir mann í húsi, svo að hann kemst eigi á brott, nema hann brjóti húsið, eða tálmar ferð hans, eða eys á mann sauri eða vætu, eða sker hár af manni með heiftugri hendi, og allt það er mönnum verður með öfund misþyrmt með þeima hætti, ef hinn gefur sök á er fyrir verður, og hafa skynsamir menn séð á, þá skal sá bæta er misgerði eftir vi manna dómi löglegum. En hinn er misgerði bæti konungi ii aurum.12 Nú væru brot þessi skilgreind með eftirtöldum hætti: Líkamsárás sem félli undir 217. gr. hegningarlaganna þar sem segir meðal annars: „Hver, sem gerist sekur um líkamsárás [og er þá átt við minniháttar árás] [...] skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum, en fangelsi allt að 1 ári ef háttsemin er sérstaklega vítaverð". 1218. gr. segir meðal annars: „Hafi maður með vísvitandi líkamsárás valdið öðrum manni tjóni á líkama eða heilbrigði [...] þá varðar það fangelsi allt að 3 árum eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru“. Frelsissvipting sent félli undir 226. gr hegningarlaganna, þar sem 1. mgr. hljóðar svo: „Hver sem sviptir annan mann frelsi sínu, skal sæta fangelsi allt að 4 árum“. Ærumeiðingar sem féllu undir 234. gr. hegningarlaganna: „Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári“. I framangreindum dæmum birtist glögglega þróunin frá atviksbundnum ákvæðum til almennt orðaðra ákvæða. Þótt atviksbundin ákvæði eins og hér eru tekin sem dæmi séu megineinkenni fomra laga, má þar einnig finna almennt orðaðar reglur, sbr. Grágásar- og Jónsbókarákvæðin, en ekki er þörf á að fara nánar út í það. 5. LÁGMARKSKRÖFUR TIL LAGA Lög eiga að vera framvirk, en ekki afturvirk, þau ber að birta, þau eiga að vera tiltölulega stöðug, þau eiga að vera aðgengileg, skýr og afdráttarlaus og þannig úr garði gerð að unnt sé að fara eftir þeim; þess vegna verða þau að vera án mótsagna og í þeim verður að vera innbyrðis samræmi. Að öðru leyti verður ekki lagður dómur á efni þeirra eða innihald - hvort lög séu góð eða slæm er hér látið liggja ntilli hluta. Hér er haft í huga réttarríki í þrengri merkingu þess 12 Jónsbók [...]. Kbbenhavn. S.L. Mpllers Bogtrykkeri 1904, Mannhelgi 22. 106
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.