Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 15
almannaviljans eins og mælt er í 6. gr. mannréttindayfirlýsingar frönsku stjómarbyltingarinnar frá 1789.17 Allt vald skyldi sótt til þjóðarinnar sem tók nú við hlutverki einvaldsins. Eins og sjá má af framansögðu var sú skoðun lengi almenn í ríkjum þar sem umfangsmiklar lögbækur voru settar, að þær gætu orðið til að festa varanlega í sessi gildandi regluverk, einungis ef lagatextar væru nægilega skýrir Reynslan hefur þó sýnt að þetta er blekking.18 Jafnvel þótt lögbók sé ekki til að dreifa, heldur einstökum lagabálkum sem gera réttarskipanina sveigjanlegri, sýnir reynslan að lagagreinum fækkar ekki í tæknivæddum iðnríkjum nútímans, heldur hið gagnstæða. Reglufrumskógur slíkra ríkja er almennt viðurkennt vandamál sem ekki sér fyrir endann á og vandséð hvort upplýsingatækni nútímans nær tökum á eða eykur.19 Því er ljóst að með settum lögum er engan veginn svarað öllum álitaefnum sent upp kunna að koma í samskiptum manna. Hér verður að minna á að með lögum í þessu samhengi er átt við lög gædd þeim eiginleikum sem áður er lýst, að vera fram- virk - ekki afturvirk - skýr, stöðug og framkvæmanleg. Einnig er hér gengið að því vísu að vandað sé eftir föngum til löggjafar. Ef það bregzt verða lög til lítils gagns, jafnvel til óþurftar.20 Þótt aldrei verði með settum lögum tekið á öllum álitaefnum má segja að þau leysi ef til vill flestan vanda með því að samskipti manna falla að jafnaði í tiltölulega staðlað og oftast einfalt ferli. Lagaákvæðin móta þannig háttsemi manna og túlkun veldur engum vanda þar sem hún er innan hefðbundinnar merkingar orða og hugtaka. Þetta má marka af því að flest lögbundin samskipti manna ganga snurðulítið fyrir sig; öðrum kosti væri upplausnarástand í þjóð- félaginu. En tilbrigðin í mannlífinu og samskiptum manna eru slík, að útilokað er að sjá við öllu með fyrirframgefnum reglum. Þessu veldur óhjákvæmilegur þekkingarskortur og óljósar hugmyndir um hvert stefnir og hver sé tilgangur með reglu auk þess sem orðin eru margræð.21 Til þess liggja meðal annars þessar ástæður: 17 Um þetta efni, sjá ritgerð Atla Harðarsonar: „Lýðræði". Líndæla. Sigurður Líndal sjötugur 2. júlí 2001. Reykjavík 2001. Hið íslenzka bókmenntafélag, bls. 21 o.áfr. Rousseau var helztur formælandi þess að tengja lýðræði við almannaviljann sem felur í sér að sem flestir þegnar þjóðfélagsins eigi hlut að lagasetningu og öðrum landsstjómarmálum - marki þar stefnu og taki ákvarðanir. Þessar hugmyndir móta greinilega röksemdir Tómasar Sæmundssonar fyrir því að heyja Alþingi sem þjóðarfund á Þingvöllum auk hugmynda Herders um þjóðarandann. „Alþing“. Þrjár ritgjörðir: [...] kostaðar og útgefnar af 17 íslendingum. Kaupmannahöfn [...] 1841, bls. 73- 106. 18 Rúthers: Rechtstheorie, Rn. 163 19 Norbert Horn: Einfúhrung in die Rechtswissenschaft und Rechtsphilosohie [...]. C.F. Múller Verlag Heidelberg [1996], Rn. 28. Mayer-Maly: Rechtswissenschaft, bls. 43. 20 Skúli Magnússon: „Gmnnreglur stjómsýsluréttar og siðferði". Tímarit lögfræðinga. 51. árg. (2001), bls. 107-26, einkum 120-22. Hafliði Lárusson: „Lagasmíð“. Úlfljótur, tímarit laganema. 48. árg. (1995), bls. 11-31. í báðum þessum ritgerðum er rætt um að þess sé ekki að vænta að með lagasetningu verði náð öllum æskilegum markmiðum. 21 Sjá nánar Hart: The Concept of Law, bls. 124 o.áfr. 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.