Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 18
Gamli sáttmali 1262-64 var gerður milli íslenzkra höfðingja og Noregskonungs. Hver höfðingi sór konungi persónulegan trúnaðareið. Á 19. öld var sáttmálinn túlkaður á grundvelli ríkis- og þjóðréttarhugmynda þeirrar aldar sem mótuðu forskilning forystumanna sjálfstæðisbaráttunnar. Var samband Noregs og Dan- merkur annars vegar og Islands hins vegar skilgreint sem persónusamband og þannig var ný regla mótuð með stoð í Gamla sáttmála og sjálfstæðismálið sótt á grundvelli hennar. Texti Gamla sáttmála öðlaðist með þessu nýtt líf á 19. og 20. öld. Dómur Hæstaréttar II. júní 1943 (H 1943 256) Lögð var fébótaábyrgð á ríkið vegna harðræða lögreglumanna við handtöku með skírskotun til þess að slíkt þætti réttlátt og eðlilegt. Ríkjandi skoðun hafði verið sú að ríkið bæri ekki fébótaábyrgð í opinberri sýslu nema lög mæltu svo fyrir.24 Reglan um húsbóndaábyrgð hafði hér haft þau áhrif á forskilning manna að því var aukið við að ríkið skyldi í þessu tilfelli lúta sams konar reglu, andstætt því sem áður hafði verið viðtekin skoðun. Sumir myndu vilja segja að hér sé beitt rýmkandi skýringu á reglunni um húsbónda- eða atvinnurekendaábyrgð. Eðlilegra sýnist að segja að með dóminum hafi verið sett viðbótarregla sem gekk þvert á viðhorf sem fram að því höfðu verið rfkjandi og var því nýmæli. Dómur Hæstaréttar 23. marz 1960 (H 1960 332) I lögum nr. 16/1958 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og um rétt þess og fastra starfsmanna til launa vegna sjúkdóms og slysaforfalla sagði svo í 4. gr-: „Fastir starfsmenn og tíma- og vikukaupsmenn, sem rétt eiga á uppsagnarfresti samkvæmt 1. gr. laga þessara, skulu eigi missa neins í af launum sínum, í hverju sem þau eru greidd, fyrstu fjórtán dagana eftir að þeir forfallast frá vinnu sökum sjúk- dóma eða slysa“. Starfsmaðurinn Á hélt því fram að lagaákvæðið veitti starfsmanni rétt til launa allt að 14 daga í hvert sinn sem hann væri frá verki vegna sjúkdóms eða slysa. Atvinnurekandinn hélt því hins vegar fram að honum væri ekki skylt að greiða laun í slíkum tilfellum fyrir lengri tíma en 14 daga samtals á ári. I dómi Hæstaréttar sagði meðal annars: „Rétt þykir að skýra fyrirmæli nefndrar 4. gr. þannig, að þegar um er að ræða endurteknar fjarvistir frá verki vegna sama sjúkdóms eða sömu slysfara, þá eigi starfsmaður aðeins rétt til launa fyrstu 14 forfalladagana, enda er þá um að tefla framhald forfalla af sama tilefni". Óeðlilegt var talið að endurtekin eða jafnvel margítrekuð fjarvist starfsmanns vegna sama sjúkleika eða slyss veitti honum rétt til launagreiðslu hvert skipti þótt hann tæki upp vinnu fleiri eða færri daga milli fjarvista. Slík túlkun 4. gr. leiddi venju- legast til uppsagnar starfsins. Síðan sagði: 24 Sjá nánar um þetta efni Gizur Bergsteinsson: „Nokkrar hugleiðingar um fébótaábyrgð ríkisins". Afmælisrit helgað Einari Amórssyni [...]. Reykjavík 1940. Isafoldarprentsmiðja h.f., bls. 76-102. 112
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.