Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 28
Niðurstaða þess sem hér hefur verið rakið er sú, að lagareglur eru eðli sínu samkvæmt þannig úr garði gerðar að útilokað er að þær eyði allri óvissu. Þetta sýnir reynslan, en við þessum vanda hefur verið brugðizt á fleiri en einn veg. Nú kann svo að fara að dómstólum skjátlist eða dómur hafi miður heppilegar afleiðingar og þá getur löggjafinn brugðizt við með breytingu á eldri lögum eða nýrri lagasetningu. Þá gerist það einnig að löggjafanum séu mislagðar hendur og það komi í hlut dómstóla að lagfæra lögin eða jafnvel í undantekningar- tilfellum að víkja þeim til hliðar.45 Oútkljáð er hins vegar hversu langt dóm- stólar geti gengið og hvar mörkin liggi að þessu leyti milli lagasetningarvalds og dómsvalds. Um þetta eru dómarar sjálfir ekki á einu máli svo sem marka má af nokkrum sératkvæðum, t.d. í öryrkjadóminum sem reifaður er hér að framan. 11. EÐLISMUNUR Á LAGASETNINGU DÓMSTÓLA OG LÖGGJAFA Nú verða dómstólar að eyða óvissu með því að skerpa á óskýrum ákvæðum eða setja nýjar reglur til fyllingar þar sem þörf er. Lagasetning dómstóla er hins vegar að ýmsu leyti annars eðlis og aðstaða þeirra á ýmsan veg önnur en laga- setning löggjafarsamkomu og hér skal þetta talið: 1. Dómstólar taka á sérstökum álitaefnum sem fyrir þá eru lögð og reglur þær sem dómstólar setja birtast í fordæmum. Slrk raunhæf álitaefni eru dóm- stólar oft betur fallnir til en löggjafinn að leysa, og þá að gefnu tilefni og að undangenginni rækilegri rannsókn. Löggjafinn setur reglur meðal ann- ars á grundvelli fyrirframgefinna hugmynda um skipan mála, oft með ónóga reynslu að baki. Þannig kann það að gerast að reglur séu settar að ófyrirsynju og höft lögð á frelsi manna fyrirfram og án nægilegs tilefnis. Dómstólar setja regluna þegar tilefni hefur gefizt eða nauðsyn knýr á og þróa þannig réttinn, enda allar aðstæður síbreytilegar.46 2. Dómstólar setja reglur til úrlausnar afmarkaðs álitaefnis með með út- deilingarréttlætið eða kannski öllu heldur hið sértæka réttlæti - justitia distributiva - að leiðarljósi, enda bundnir við kröfur aðila. Þar er hverjum útdeilt því sem honum ber eftir verðleikum hvers og eins. Með laga- setningu er vandi að ná slíkum markmiðum. Þannig er réttarskipanin þróuð áfram. Reynslan sýnir að óhjákvæmileg vanþekking kemur í veg fyrir að löggjafinn geti tekið á öllum álitaefnum. Útilokað er að löggjafarþing og stjómkerfi hafi yfirsýn yfir allt sem kann að gerast í þjóðfélaginu og af því leiðir að lög kunna að vera sett án þess að tilefni sé. Þá er þess einnig að gæta að þegnunum tekst ekki alltaf að móta samskiptavenjur og þá er málum skotið til dómstóla. Þeir skera úr á grundvelli betri þekkingar á tilteknum málavöxtum en löggjafinn og stjórnkerfið getur aflað með því að 45 Sjá um þetta efni Larenz-Canaris: Methodenlehre der Rechtswissenschaft, bls. 250, en þar ræða höfundar um dóma gegn settum lögum contra legem. Dæmi um að Hæstiréttur lagfæri lagaákvæði eru t.d. í H 1952 142, 154, 159, 165, 312 og H 1987 1018. 46 Riithers: Rechtstheorie, Rn. 983 o.áfr. 122
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.