Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 30

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 30
En þessi ókostur er ekki einvörðungu bundinn við dómstóla. Ný lög hafa iðulega afturvirk áhrif, enda þótt ákvæðin séu samkvæmt efni sínu fram- virk. Þetta á t.d. við lög sem mæla fyrir um atvinnustarfsemi. Þau raska iðulega áætlunum sem gerðar hafa verið og trufla þannig skipulag50. Oft er þá gildistöku frestað þannig að færi gefist til aðlögunar, en það hrekkur engan veginn alltaf til. 4. Þá verður að hafa í huga að dómendur bera ekki pólitíska ábyrgð sam- bærilega við stjómmálamenn. Þetta er rétt að því marki að ábyrgðin er annars eðlis. Fremur er þó sjaldgæft að stjómmálamaður hverfi af vett- vangi stjórnmálanna vegna stjómmálastarfa sinna. Ef það gerist er það venjulega vegna lögbrota eða mikilla siðferðilegra ávirðinga og það á ekki síður við dómara. Pólitíska ábyrgð ber miklu fremur stjómmálaflokkur en einstaklingur, enda býður kosningafyrirkomulag og kjördæmaskipan upp á að svo sé. Vantraust kjósenda bitnar því fremur á flokki en síður á þing- manni eða ráðherra, nema þá helzt formanni flokks. Þegar rætt er um ábyrgð dómenda verður að hafa í huga að þeir vinna fyrir opnum tjöldum og undir aga löggjafarinnar, þannig að miklu auðveldara er að leggja mat á verk þeirra en stjórnmálamanna. Abyrgð dómenda er sið- ferðileg og fagleg í þeim skilningi að mistök eru áfall fyrir þann dómara sem hlut á að máli og geta jafnvel orðið áfall fyrir dómsvaldið í heild - miklu afdrifaríkari fyrir traust þess en pólitísk mistök fyrir löggjafann. Varla leikur vafi á að í þessum efnum eru gerðar miklu meiri kröfur til dómenda en stjórnmálamanna. 5. Reglur sem dómstólar setja kunna að hafa í för með sér útgjöld fyrir ríkissjóð. Þar bera stjórnmálamenn ábyrgðina en ekki dómendur. En hér ber að hafa í huga að stjórnmálamenn hafa upphaflega stofnað til slíkra útgjalda með almennt orðuðum yfirlýsingum í lögum sem dómstólar ljá síðan ákveðna merkingu, þannig að nauðsynlegt er fyrir þá að hafa fyllstu gát á. Hitt má vera dómurum ljóst að hér verða þeir að fara varlega og hafa jafnan í huga að þeir hafa ekki fjárveitingavaldið. 12. ÓLÍK AÐSTAÐA DÓMSTÓLA OG LÖGGJAFA TIL AÐ STÝRA LÖGUM Þótt náin tengsl séu milli löggjafarvalds og dónisvalds er aðstaða dómstóla til að stýra lögum og landsrétti á margan hátt ólík. Og þetta gera þessar tvær valdastofnanir hvor á sinn hátt. Fjarri fer því að til fulls verði skilið á milli, en megineinkennin eru eitthvað á þessa leið: Löggjafinn setur almennar reglur, dómstólar skera úr einstökum ágreiningsefnum. Löggjafinn ákveður oftast sjálfur hvenær lög eru sett, dómstólar verða að skera úr málum sem réttilega eru 50 Hér má nefna löggjöfina um stjóm búvöruframleiðslunnar, sjá nánar Sigurð Líndal: „Stjóm- kerfi búvöruframleiðslunnar og stjómskipan Islands". Ulfljótur, tímarit laganema í samvinnu við Röst, samtök um eflingu landbúnaðar og byggða í landinu. [1992]. Einnig má hér minna á lög- gjöfina um stjóm fiskveiða. 124
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.