Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 33
þó einungis að tveimur skilyrðum fullnægðum: Að þannig sé valið í dómara- stöður að allir eigi aðgang að þeim, enda sé nauðsynlegum kröfum um menntun fullnægt og að allir hafi aðgang að menntuninni og dómstólunum. Þessum kröfum er hvergi fullnægt til hlítar, en leitast verður við að fara eins nærri þeim og kostur er. Ef þessu er gaumur gefinn má með gildum rökum segja að dómstólar starfi í anda lýðræðis þegar þeir setja mönnum samskiptareglur, að vísu á annan hátt en löggjafinn, en þó þannig að það virðist ekki lakar tryggt.53 14. HVAÐ BINDUR HENDUR DÓMSTÓUA OG LÖGGJAFA? Þótt þær stjómarstofnanir sem ákvarða efni og innihald lagareglna - löggjafi og dómstólar - njóti hvor á sinn hátt lýðræðislegrar löghelgunar er ekki þar með sagt að þær hafi frjálsar hendur um að setja hvaða reglur sem þeim býður við að horfa - þær eru bundnar af réttarheimildum eins og áður er lýst þótt ekki sé það með sambærilegum hætti. Báðar eru þær bundnar af stjómarskrárákvæðum og þeim almennu meginreglum sem leggja má að jöfnu við þau. Ef náttúru- rétturinn er viðurkenndur sem réttarheimild bindur hann bæði löggjafann og dómstóla hvom á sinn hátt. Um dómstóla er sérstaklega tekið fram, væntanlega í flestum í stjómarskrám, að þeir séu í embættisverkum bundnir af lögunum, en það merkir, að þeir séu bundnir umfram löggjafann af öllum viðurkenndum réttarheimildum. I fjölveldissamfélögum nútímans er hugtakið lýðræði skilið miklu rýmri skilningi en áður þegar skilningurinn var aðallega bundinn við fulltrúalýðræðið og löggjafarsamkunduna. Nú koma miklu fleiri að svo sem ýmis hagsmuna- samtök, eins og aðildarfélög vinnumarkaðarins, en þar hefur reyndar stundum þótt skorta á að lýðræði væri fyllilega tryggt. Sama á við lagahugtakið. Það er nú orðið miklu fjölþættara en fyrr sem bezt má marka af fjölgun viðurkenndra réttarheimilda. Horfið hefur verið frá hinu þrönga lagahugtaki einveldis- og upplýsingaaldar að lagahugtaki miðalda sem birtist óvíða skýrar en í íslenzka þjóðveldinu og bezt er lýst með hugtökunum að rétta lög sem er hlutverk dóm- stólanna og gera nýmæli sem er hlutverk löggjafarsamkundunnar. Sá sem vefengir lagasetningarvald dómstólanna er að einhverju leyti háður alræðishyggju einveldis- og upplýsingaaldar þar sem sett lög einvaldsins voru eina viðurkennda réttarheimildin. Við lýðræðisskipan hljóta samkvæmt þessu allar réttarheimildir að eiga sér stoð, beint eða óbeint, í vilja meirihluta kjós- enda - arftaka einvaldsins - eins og hann birtist hverju sinni, en þær svara síðan spurningum um öll álitaefni. Hlutverk dómstóla verður þá ekki annað en að finna svarið sem þar liggur ljóst fyrir eða kann að leynast. 53 Mauro Capelletti: The Judicial Process in Comparative Perspective. Oxford Clarendon Press 1989, bls. 40-46. 127
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.