Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 43
Fyrir utan þessar bannreglur er þriðja meginatriðið í samkeppnisreglum EB reglugerð um eftirlit með samfylkingum, sbr. 57. gr. EES-samningsins þar sem samfylkingar, sem skapa yfirburðastöðu er hindrar virka samkeppni á samn- ingssvæðinu eða umtalsverðum hluta þess, eru lýstar ósamrýmanlegar samn- ingnum. Nánari fyrirmæli um eftirlit með samfylkingum er að finna í reglugerð Ráðsins (EBE) nr. 4064/1989 frá 21. desember 1989. Markmiðið með eftirlitinu er að stemma stigu við því að fyrirtæki nái markaðsráðandi stöðu með sam- fylkingum við önnur fyrirtæki eða fyrirtæki sem er markaðsráðandi geti enn styrkt stöðu sína með þeim hætti. Með þessu er leitast við að vemda sam- keppnislega gerð markaðarins. Aður en rætt er um úrræði vegna brota á ákvæð- um 53. og 54. gr. EES-samningsins er ástæða er til að geta um úrræði sem koma til greina samkvæmt reglugerðinni um eftirlit með samfylkingu fyrirtækja. I 3. og 4. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar segir þetta: Komist framkvæmdastjómin að þeirri niðurstöðu að samfylking falli undir skilgrein- inguna í 3. mgr. 2. gr. skal hún gefa út ákvörðun þar sem því er lýst yfir að sam- fylkingin sé r ósamræmi við kröfur hins sameiginlega markaðar. Þar sem samfylking hefur þegar komið til framkvæmda er framkvæmdastjóminni heimilt, með ákvörðun á grundvelli 3. mgr. eða með sérstakri ákvörðun, að krefjast þess að fyrirtæki eða eignir sem sameinaðar hafa verið skuli aðskildar eða sameiginlegri stjórn hætt eða gripið verði til annarra viðeigandi aðgerða til að skapa að nýju skilyrði fyrir virkri samkeppni.16 Samkvæmt þessu hefur framkvæmdastjómin heimild til að gefa fyrirmæli um skiptingu fyrirtækja sem hafa verið sameinuð án þess að fullnægt væri laga- skilyrðum um samfylkingu. Undir þetta falla líka önnur úrræði sem geta verið skyld skiptingu og er í fræðiritum fjallað um þau undir heitinu „divestiture“ eða „divestment". Þau geta, eins og tilvitnað ákvæði ber með sér, falið í sér fyrir- mæli um að sameiginlegri stjóm verði hætt og ennfremur fyrirmæli um að losa sig við tilteknar eignir á sviðum þar sem samfylking getur leitt til markaðs- ráðandi stöðu. Hér er því um að ræða að fyrirmæli era gefin um að ólöglegur samruni skuli ganga til baka eða eftir atvikum að gripið sé til skyldra ráðstafana til að draga úr ráðandi stöðu samfylkingar. Þessi úrræði eru vandmeðfarin og geta verið fyrirtækjum þungbær. Tæknileg útfærsla getur verið flókin og miklir fjármunir farið forgörðum þar sem fyrirtæki hafa hugsanlega lagt í mikinn kostnað við samrunaferlið. Af þessu má ljóst vera að skipting fyrirtækja með opinberu valdboði er til í Evrópurétti sem þvingunarúrræði þegar undanfari þess er ólögleg samfylking. Nauðsynlegt þótti að benda á þetta þótt það varði ekki beint þær aðstæður sem einkum eru hafðar í huga í þessari grein. 16 Að því er EES-samninginn varðar er það Eftirlitsstofnun EFTA sem fer með þessar heimildir. 137
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.