Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Page 44
Um 53. gr. og 54. gr. EES-samningsins og framkvæmd þeirra mætti liafa langt mál þótt það verði ekki gert hér. Fyrir efni þessarar greinar er það einkum 54. gr. samningsins sem er áhugaverð. I því sambandi skiptir mestu máli að í 54. gr. felst ekki bann við markaðsráðandi stöðu. Það er aftur á móti misnotkun hennar sem er bönnuð og getur kallað á viðbrögð eftirlitsstofnunar EFTA eða framkvæmdastjómarinnar. Samkvæmt þessu getur ráðandi staða fyrirtækis á markaði ein og sér ekki orðið tilefni til beinna þvingunarúrræða af hálfu evrópskra samkeppnisyfirvalda, þótt tilhneiging sé til þess eðli málsins sainkvæmt að fylgjast nánar með hegðun þessara fyrirtækja en annarra. Til þess að 54. gr. EES-samningsins verði beitt verður að liggja fyrir að fyrirtæki hafi misnotað stöðu sína. Þá er hægt að banna þá hegðun sem talin er fela í sér brot og beita viðurlögum eins og síðar greinir. I 54. gr. eru ýmis matsatriði. Segja má að a.m.k. þrjú skilyrði felist í greininni: að fyrirtæki hafi markaðsráðandi stöðu á hinum sameiginlega mark- aði, að markaðsráðandi staða sé misnotuð og að misnotkun hafi neikvæð áhrif á viðskipti milli aðildarríkjanna I réttarframkvæmd, m.a. í ákvörðunum framkvæmdastjómar EB og dóma- framkvæmd EB-dómstólsins, er að finna mikinn efnivið sem nota má til að öðlast skilning á inntaki þessarar reglu. Þá hafa fræðimenn ekki legið á liði sínu við að freista þess að skýra þær fyrir lærðum sem leikum.17 Fyrirtæki er samkvæmt evrópuréttinum markaðsráðandi þegar það er í þeirri stöðu að geta tekið ákvarðanir án þess að þurfa að taka tillit til samkeppnisaðila sinna eða aðila sem öfluðu þeim aðfanga eða seldu vörur fyrir það og það hefur möguleika til að hindra virka samkeppni. Það getur m.ö.o. hagað viðskipta- stefnu sinni þannig að það þarf ekki að taka tillit til samkeppnisaðila, viðskipta- vina eða neytenda. Hvað sem líður nákvæmri skýringu greinarinnar og framkvæmd er markmið hennar skýrt, þ.e. að draga úr neikvæðum áhrifum fyrirtækja í markaðsráðandi stöðu á samkeppni. Af því verður strax ljóst að lagaákvæði þetta varðar miklu fyrir efni þessarar greinar. Til að framfylgja reglunum í 53. og 54. gr. eru evrópskum samkeppnis- yfirvöldum fengnar í hendur margvíslegar rannsóknarheimildir og úrræði. Um þau er einkum fjallað í reglugerð Ráðsins (EBE) nr. 17/62 um eftirlit með samkeppnishömlum. Þegar þau telja sig hafa komist að niðurstöðu geta þau í meginatriðum gert tvennt: bannað hegðun sem talin er fela í sér misnotkun, sbr. einkum 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 17/62, og/eða beitt sektum eða févíti. 17 Af íslenskum fræðiritum ber helst að nefna Stefán Már Stefánsson: Samkeppnisreglur. Félag íslenskra iðnrekenda. Reykjavík 1993, einkum bls. 33-67, og eftir sama höfund: Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið, einkum bls. 669-707 og 740-761. Einnig Ágúst Sindri Karlsson: „Samkeppni og misnotkun á markaðsráðandi stöðu“. Tímarit lögfræðinga 1997,2. hefti, bls. 62-93. Af fjölmörgum ritum á ensku má sérstaklega nefna: Bellamy and Child: European Community Law of Competition. (5. útgáfa) London 2001. 138
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.