Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 51

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 51
og ennfremur fyrirmæli um tiltekna hegðun til að uppræta raunveruleg eða möguleg samkeppnishamlandi áhrif af broti eða aðstæðum, sbr. fyrmefndan c- lið 1. mgr. 17. gr. í athugasemdum við 17. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 8/1993 er að finna upptalningu á mögulegum úrræðum samkvæmt greininni. Þar segir: Ráðið getur bannað fyrirtæki að nota ákveðna skilmála eða samningsákvæði, t.d. ákvæði um að samningsaðili skuli ekki hafa vömr frá keppninautum á boðstólum. íhlutun getur falist í fyrirmælum til fyrirtækis um að selja ákveðnum aðila sem vill kaupa framleiðslu þess. Þá getur samkeppnisráð mælt fyrir um á hvaða verði fyrirtæki eða fyrirtækjahópar skuli selja vömr sínar eða þjónustu. Sú heimild kemur einkum til greina þegar samkeppni er ófullnægjandi. Hin ófullnægjandi eða takmarkaða sam- keppni getur átt sér ýmsar orsakir. Fyrirtækin, sem í hlut eiga, kunna að hafa komið málum svo fyrir með því að viðhafa ýmiss konar samkeppnishindranir. Fyrirtæki kann að vera markaðsráðandi sökum eðlis þess sviðs sem það starfar á, svo sem veitu- fyrirtæki og ýmis önnur þjónustufyrirtæki fyrir almenning. Loks getur fyrirtæki verið einrátt á markaði sökum þess að hið opinbera eða löggjafinn hefur séð svo til. Lögð er áhersla á að aðstæður geti verið svo fjölbreytilegar að slík upp- talning mögulegra og heimilla úrræða geti ekki verið tæmandi. Að öðru leyti vitna ákvarðanir samkeppnisráðs best um fjölbreytileik þeirra úrræða sem til greina kemur að beita. Skulu hér nefnd dæmi nánast af handahófi. Ákvörðun 19/1997. „Með heimild í 17. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 mælir samkeppnisráð fyrir um að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins bjóði viðskiptavinum sínum viðskiptakjör við sölu á tóbaki sem samræmast því hagræði sem magn viðskiptanna gefur tilefni til. Viðskiptakjör skulu vera almenn þannig að fyrirtæki sem eiga í samskonar viðskiptum við Áfengis- og tóbaksverslunina njóti sömu kjara. Upplýsingar um viðskiptakjör í viðskiptum með tóbak skulu aðgengilegar hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins".30 Ákvörðun 20/1997. „Með vísan til 17. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 beinir sam- keppnisráð þeim fyrirmælum til Farmasíu hf. að hefja þegar viðskipti með tannplanta við þá tannsmiði og tannlækna sem þess óska nema hlutlægar og mál- efnalegar ástæður gefi tilefni til annars“. Ákvörðun 23/1997. „Með vísan til 17. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 mælir sam- keppnisráð fyrir um að ákvæði í gr. 9 í leigusamningi vegna Hótels Norðurljósa sem kveður á um, að Raufarhafnarhreppur skuli leitast við að beina sínum hótelvið- skiptum til leigutaka, verði fellt úr samningnum. Ekki er ástæða til íhlutunar sam- keppnisráðs að öðru leyti í máli þessu“. 30 Ákvörðunin var síðar felld úr gildi með úrskurði áfrýjunamefndarinnar 11/1997. Sjá slóðina http.//www.samkeppni.is 145
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.