Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Qupperneq 54

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Qupperneq 54
Landssími íslands, að hann hefði ekki, að því er þetta varðaði, notið and- mælaréttar eins og honum bar. Lögformlegra sjónarmiða hefði ekki verið gætt við undirbúning hinnar kærðu ákvörðunar og bæri því að ómerkja ákvörðunina í heild sinni. Þótt umræddur hluti ákvörðunarinnar væri ekki tekinn upp í ákvörðunarorð samkeppnisráðs taldi áfrýjandi að hin afdráttarlausa afstaða sem fælist í niðurstöðu samkeppnisráðs væri svo íþyngjandi að óhjákvæmilegt hefði verið að gæta andmælaréttar. Þá taldi Landssíminn að auki að sú yfirlýsing samkeppnisráðs, að til álita gæti komið að greina breiðbandið frá Landssímanum, væri verulega íþyngjandi fyrir fyrirtækið og samkeppnisráði hafi verið skylt að láta áfrýjanda njóta andmælaréttar. Áfrýjunamefndin hafnaði að fella úr gildi þessi ummæli. Var talið að í þeim fælust ekki bindandi ákvörðun samkvæmt ákvæðum samkeppnislaga heldur einungis hugleiðingar ráðsins. Bindandi ákvörðun ráðsins síðar yrði að undirbúa eins og lög stæðu til.32 Samkvæmt þessu hefur áfrýjunamefndin ekki fjallað efnislega um þessi viðhorf samkeppnisráðs. Verður því að telja að nokkur óvissa ríki um hver yrðu afdrif þessara viðhorfa samkeppnisráðs á þeim vettvangi. Þá hefur ekki reynt á þessi viðhorf fyrir íslenskum dómstólum. Ekki verður framhjá því horft að lögskýringar samkeppnisráðs að því er varðar heimildir til að mæla fyrir um uppskiptingu fyrirtækja eru ekki einhlítar. Vakin er athygli á að undir orðið „skipting“ eins og það er notað í fyrirsögn greinarinnar geta fallið ýmis úrræði sem ganga mismunandi langt. Ef miðað er við úrræði sem lengst ganga, þ.e. bókstaflega skiptingu fyrirtækis í fleiri sjálf- stæðar einingar, sýnist út frá almennum lagaviðhorfum að gera verði þá kröfu að beiting svo íþyngjandi úrræða hvíli á ótvíræðri lagastoð. Hafa verður í huga að slíkt úrræði felur í raun í sér, þegar lengst er gengið, að fyrirtæki er nánast leyst upp og ný stofnuð á gmnni þess. Þetta er að sjálfsögðu til þess fallið að hafa veruleg áhrif á verðmæti fyrirtækis, skipulag þess og starfsemi. Þá geta slíkar aðgerðir haft bein áhrif á hagsmuni ótiltekins fjölda hluthafa, t.d. þegar um er að ræða almenningshlutafélög. Skilyrði um skýrar lagaheimildir til að grípa til svo íþyngjandi aðgerða er tæpast fullnægt eins og samkeppnislögin eru nú. Vafasamt verður að telja að íslenskir dómstólar teldu sig, út frá almennum lagaviðhorfum, hafa nægilega skýrar heimildir til að mæla fyrir um slíkt úrræði. Án efa er varlegra að mæla fyrir um þess konar úrræði í lögum með skýrari hætti áður en gripið er til þess. Á hinn bóginn sýnist á grundvelli framangreindra lagaákvæða ekki unnt að útiloka að til greina komi að samkeppnisráð geti gripið til skyldra úrræða sem þjóna svipuðu markmiði, en ganga ekki jafn langt, úrræða sem ekki hafa með jafn afgerandi hætti áhrif á verðmæti fyrirtækis, grundvallarskipulag þess og starfsemi. Má þar nefna fyrirmæli um að fyrirtæki verði gert að hætta tilteknum þáttum starfseminnar, t.d. þar sem fyrirtæki nýtir sér efnahagslegan styrk sinn 32 Sjá nánar úrskurð áfrýjunamefndarinnar í máli nr. 13/1998. Sjá slóðina http://www.sam keppni.is. 148
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.