Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 55

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 55
til að hindra samkeppni á sviðum sem ekki varða meginstarfsemi þess.33 Hér gætu einnig komið til fyrirmæli um að selja tilteknar eignir, svo sem hlutafé í öðrum félögum o.s.frv., án þess að það varði beint meginatriði í starfsemi þess, hafi veruleg áhrif á verðmæti fyrirtækis eða grundvallarskipulag. Má í þessu sambandi nefna aftur samruna Lyfju hf. og Lyfjabúða hf. sem nefndur var hér að framan. Sennilegt er að samkeppnisráð geti gripið til þess konar úrræðis til að hafa áhrif á aðstæður á markaði. Það skal fúslega játað að sá greinarmunur á ráðstöfunum sem telja má meiriháttar og annarra sem ekki ganga jafn langt er alls ekki skýr. Mikil óvissa ríkir um hvar draga skuli mörkin. Hvað sem því líður er þó ljóst að eðlilegt er að gera þá kröfu að fyrirmæli samkeppnisráðs um að skipta hreinlega upp fyrirtæki og búa til úr því tvö eða fleiri smærri hvíli á ótvíræðri lagastoð þótt vera kunni að 17. gr. teljist nægilegur grundvöllur undir ráðstafanir sem telja má skyldar og miða að sama marki en ganga þó mun skemmra. 5. ER HÆGT AÐ LÖGFESTA HEIMILDIR TIL AÐ SKIPTA UPP FYRIRT ÆKJUM? Ef komist er að þeirri niðurstöðu að íslensk samkeppnislög hafi ekki að geyma heimild til að mæla fyrir um skiptingu fyrirtækis í fleiri sjálfstæðar ein- ingar vaknar sú spuming hvort unnt sé að lögfesta slíka heimild vegna ákvæða stjómarskrár um friðhelgi eignarréttarins og atvinnufrelsi. Það er tæpast álita- mál að bókstafleg skipting fyrirtækis með opinberu valdboði felur í sér alvar- lega takmörkun á friðhelgi eignarréttar og atvinnufrelsi. Telja verður engu að síður að löggjafinn geti með lögum mælt fyrir um heimildir samkeppnisyfir- valda til að gefa fyrirmæli um skiptingu fyrirtækja sem eru í markaðsráðandi stöðu ef næsta ótvírætt er að markmiðum samkeppnislaga verði ekki náð með öðrum hætti og hagsmunir neytenda gera slíkt nauðsynlegt. Spumingin snýst aðeins um það hvemig að því skuli staðið. Umrædd ákvæði stjómarskrárinnar hljóða svo: 75. gr. Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. I lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu. 33 Hér má t.d. nefna þann möguleika að ráðandi verslunarkeðju á dagvörumarkaði yrði bannað að selja bækur þar sem hún verður uppvís að því að nota efnahagslegan styrk sinn til að hindra samkeppni í bóksölu með t.d. undirboðum, enda hafi önnur mildari úrræði ekki skilað árangri. Leggja ber áherslu á að þetta er eingöngu nefnt í dæmaskyni sem mögulegt úrræði og engin afstaða er tekin til þess hvort skilyrði væru til að beita þess konar úrræði við þær markaðsaðstæður sem nú ríkja á íslandi. 149
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.